Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2015 12:00 Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. mynd/þjóðareign Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli. Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. Einn aðstandanda söfnunarinnar segir söfnunina marka tímamót og bindur vonir við að forsetinn bregðist við listanum fyrir sumarlok. Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk hinn 10. júlí og hafði þá staðið yfir í 69 daga. Alls rituðu 53.571 nafn sitt á listann, sem er um tuttugu og tvö prósent áætlaðrar tölu kjósenda á kjörskrá nú. Söfnuninni var hrint af stað í tilefni þess að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á einum fiskistofnana – makríl – til lengri tíma en eins árs, án þess að ákvæði væri til í stjórnarskrá sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Bolli Héðinsson er einn aðstandenda söfnunarinnar.Bolli Héðinsson.„Hvert og eitt okkar sem höfum staðið að þessu munum náttúrulega reyna að fylgjast með hvernig fram vindur þar sem þessum málum sem lýtur að fiskveiðistjórnuninni. Þessi undirskrift markar ákveðin tímamót, þ.e nú er deginum ljósara að þjóðin vill fá inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og nú er ekki eftir neinu fyrir stjórnvöld að bíða,” segir Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar. Vinna við að yfirfara listann gekk vonum framar að sögn Bolla en þurrka þurfti út um þrjátíu nöfn, sem ýmist voru skráð á fyrirtæki eða áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Undirskriftalistinn verður því afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Bolli væntir viðbragða stjórnvalda fyrir sumarlok. „Ég vona bara að stjórnvöld bregðist við eins fljótt og auðið er og að þau setji kraft í þá vinnu sem fer fram í stjórnarskrárnefnd um að breyta stjórnarskránni í þá veru að þetta verði sett þar inn,” segir Bolli.
Alþingi Tengdar fréttir Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05