Ferðamiðlun: Harmar að ferðamenn hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 15:02 Ferðamenn á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03