Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 19:32 Rúnar Páll var eldhress á blaðamannafundi í Garðabænum í kvöld. vísir/epa Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira