Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2015 10:00 Vísir/Andri Marinó Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira
Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32
Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30