Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2015 10:00 Vísir/Andri Marinó Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32
Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30