Þakklátur fyrir þetta tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Hlynur Bæringsson leiðir íslensku strákana til leiks á EM í Berlín í september. vísir/andri marinó Körfubolti „Ég hugsa um EM á hverjum einasta degi,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, í viðtali við Fréttablaðið á fyrstu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín fimmta september. Hlynur segir drauminn ekkert verða raunverulegri þótt æfingar séu hafnar. Hann hefur svo margoft æft með landsliðinu.Þakklátur fyrir tækifærið „Ég hef tekið þátt í þessu oft áður en ekki því sem kemur seinna. Það kemur bara síðar held ég,“ segir Hlynur sem er eðlilega mjög spenntur fyrir að spila á fyrsta stórmóti sem A-landslið kemst á. „Ég hef sjaldan spilað í svona umhverfi og svona höllum. Það hefur einstaka sinnum gerst með landsliðinu en aldrei á svona móti á móti svona sterkum liðum. Ég er bara mjög þakklátur að fá þetta tækifæri,“ segir fyrirliðinn. Ísland er í dauðariðlinum á mótinu með Þýskalandi, Serbíu, Ítalíu, Tyrklandi og Spáni. Margar NBA-stjörnur eru í hinum liðunum, en riðilinn hefði varla getað verið erfiðari. „Þetta eru svona fimm af átta bestu þjóðum Evrópu. Að því leyti er þetta svolítið óheppni því þessi dráttur gerði líkurnar á að vinna sigur ansi litlar,“ segir Hlynur.Óheppnir með riðil Hinir riðlarnir eru ekki jafn sterkir þótt auðvitað séu bara bestu þjóðir álfunnar mættar til leiks. „Maður sá lið í hinum riðlunum sem við höfum unnið einhvern tímann og þá hefðum við getað gengið frá mótinu með einn sigur eða tvo kannski. Síðan kom þessi helvítis riðill eins og hann er,“ segir Hlynur og bætir við: „Þetta var svolítil óheppni en við þurfum bara að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt. Menn verða alltaf sáttir við mótið, sama hvernig það fer. Menn vilja bara ganga stoltir frá þessu.“ Íslenska liðið hefur keppt marga leiki og farið á Smáþjóðaleika en aldrei verið í þessari stöðu. Nú verður liðið meira og minna saman í sex vikur fram að móti og svo tekur við Evrópumótið sjálft. Þetta er staða sem enginn þekkir innan körfuboltans en það er ekkert alltaf dans á rósum að halda öllu gangandi í svona umhverfi.Enginn prófað þetta áður „Ég hef aðeins pælt í þessu. Ég held að við þurfum að kynna okkur þetta, sérstaklega fyrir síðustu ferðina þar sem við erum 14-15 daga saman. Það er mikilvægt bara upp á andlegu hliðina og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt,“ segir Hlynur. „Þetta er mjög nýtt fyrir mig og okkur alla. Ég get ekki leitað til neins hérna því þetta er eitthvað sem enginn hefur tekið þátt í.“ Alls var 21 leikmaður boðaður til æfinga sem hófust á mánudaginn en á endanum verða aðeins tólf sem fara til Berlínar. „Það verður mjög leiðinlegt fyrir þá sem detta út og því verður samkeppnin mikil á æfingunum. Það eru bara tólf sem fara þannig það verður sárt fyrir einhverja en því miður er það svoleiðis,“ segir Hlynur Bæringsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Körfubolti „Ég hugsa um EM á hverjum einasta degi,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, í viðtali við Fréttablaðið á fyrstu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín fimmta september. Hlynur segir drauminn ekkert verða raunverulegri þótt æfingar séu hafnar. Hann hefur svo margoft æft með landsliðinu.Þakklátur fyrir tækifærið „Ég hef tekið þátt í þessu oft áður en ekki því sem kemur seinna. Það kemur bara síðar held ég,“ segir Hlynur sem er eðlilega mjög spenntur fyrir að spila á fyrsta stórmóti sem A-landslið kemst á. „Ég hef sjaldan spilað í svona umhverfi og svona höllum. Það hefur einstaka sinnum gerst með landsliðinu en aldrei á svona móti á móti svona sterkum liðum. Ég er bara mjög þakklátur að fá þetta tækifæri,“ segir fyrirliðinn. Ísland er í dauðariðlinum á mótinu með Þýskalandi, Serbíu, Ítalíu, Tyrklandi og Spáni. Margar NBA-stjörnur eru í hinum liðunum, en riðilinn hefði varla getað verið erfiðari. „Þetta eru svona fimm af átta bestu þjóðum Evrópu. Að því leyti er þetta svolítið óheppni því þessi dráttur gerði líkurnar á að vinna sigur ansi litlar,“ segir Hlynur.Óheppnir með riðil Hinir riðlarnir eru ekki jafn sterkir þótt auðvitað séu bara bestu þjóðir álfunnar mættar til leiks. „Maður sá lið í hinum riðlunum sem við höfum unnið einhvern tímann og þá hefðum við getað gengið frá mótinu með einn sigur eða tvo kannski. Síðan kom þessi helvítis riðill eins og hann er,“ segir Hlynur og bætir við: „Þetta var svolítil óheppni en við þurfum bara að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt. Menn verða alltaf sáttir við mótið, sama hvernig það fer. Menn vilja bara ganga stoltir frá þessu.“ Íslenska liðið hefur keppt marga leiki og farið á Smáþjóðaleika en aldrei verið í þessari stöðu. Nú verður liðið meira og minna saman í sex vikur fram að móti og svo tekur við Evrópumótið sjálft. Þetta er staða sem enginn þekkir innan körfuboltans en það er ekkert alltaf dans á rósum að halda öllu gangandi í svona umhverfi.Enginn prófað þetta áður „Ég hef aðeins pælt í þessu. Ég held að við þurfum að kynna okkur þetta, sérstaklega fyrir síðustu ferðina þar sem við erum 14-15 daga saman. Það er mikilvægt bara upp á andlegu hliðina og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt,“ segir Hlynur. „Þetta er mjög nýtt fyrir mig og okkur alla. Ég get ekki leitað til neins hérna því þetta er eitthvað sem enginn hefur tekið þátt í.“ Alls var 21 leikmaður boðaður til æfinga sem hófust á mánudaginn en á endanum verða aðeins tólf sem fara til Berlínar. „Það verður mjög leiðinlegt fyrir þá sem detta út og því verður samkeppnin mikil á æfingunum. Það eru bara tólf sem fara þannig það verður sárt fyrir einhverja en því miður er það svoleiðis,“ segir Hlynur Bæringsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira