Þakklátur fyrir þetta tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Hlynur Bæringsson leiðir íslensku strákana til leiks á EM í Berlín í september. vísir/andri marinó Körfubolti „Ég hugsa um EM á hverjum einasta degi,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, í viðtali við Fréttablaðið á fyrstu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín fimmta september. Hlynur segir drauminn ekkert verða raunverulegri þótt æfingar séu hafnar. Hann hefur svo margoft æft með landsliðinu.Þakklátur fyrir tækifærið „Ég hef tekið þátt í þessu oft áður en ekki því sem kemur seinna. Það kemur bara síðar held ég,“ segir Hlynur sem er eðlilega mjög spenntur fyrir að spila á fyrsta stórmóti sem A-landslið kemst á. „Ég hef sjaldan spilað í svona umhverfi og svona höllum. Það hefur einstaka sinnum gerst með landsliðinu en aldrei á svona móti á móti svona sterkum liðum. Ég er bara mjög þakklátur að fá þetta tækifæri,“ segir fyrirliðinn. Ísland er í dauðariðlinum á mótinu með Þýskalandi, Serbíu, Ítalíu, Tyrklandi og Spáni. Margar NBA-stjörnur eru í hinum liðunum, en riðilinn hefði varla getað verið erfiðari. „Þetta eru svona fimm af átta bestu þjóðum Evrópu. Að því leyti er þetta svolítið óheppni því þessi dráttur gerði líkurnar á að vinna sigur ansi litlar,“ segir Hlynur.Óheppnir með riðil Hinir riðlarnir eru ekki jafn sterkir þótt auðvitað séu bara bestu þjóðir álfunnar mættar til leiks. „Maður sá lið í hinum riðlunum sem við höfum unnið einhvern tímann og þá hefðum við getað gengið frá mótinu með einn sigur eða tvo kannski. Síðan kom þessi helvítis riðill eins og hann er,“ segir Hlynur og bætir við: „Þetta var svolítil óheppni en við þurfum bara að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt. Menn verða alltaf sáttir við mótið, sama hvernig það fer. Menn vilja bara ganga stoltir frá þessu.“ Íslenska liðið hefur keppt marga leiki og farið á Smáþjóðaleika en aldrei verið í þessari stöðu. Nú verður liðið meira og minna saman í sex vikur fram að móti og svo tekur við Evrópumótið sjálft. Þetta er staða sem enginn þekkir innan körfuboltans en það er ekkert alltaf dans á rósum að halda öllu gangandi í svona umhverfi.Enginn prófað þetta áður „Ég hef aðeins pælt í þessu. Ég held að við þurfum að kynna okkur þetta, sérstaklega fyrir síðustu ferðina þar sem við erum 14-15 daga saman. Það er mikilvægt bara upp á andlegu hliðina og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt,“ segir Hlynur. „Þetta er mjög nýtt fyrir mig og okkur alla. Ég get ekki leitað til neins hérna því þetta er eitthvað sem enginn hefur tekið þátt í.“ Alls var 21 leikmaður boðaður til æfinga sem hófust á mánudaginn en á endanum verða aðeins tólf sem fara til Berlínar. „Það verður mjög leiðinlegt fyrir þá sem detta út og því verður samkeppnin mikil á æfingunum. Það eru bara tólf sem fara þannig það verður sárt fyrir einhverja en því miður er það svoleiðis,“ segir Hlynur Bæringsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Sjá meira
Körfubolti „Ég hugsa um EM á hverjum einasta degi,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, í viðtali við Fréttablaðið á fyrstu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Berlín fimmta september. Hlynur segir drauminn ekkert verða raunverulegri þótt æfingar séu hafnar. Hann hefur svo margoft æft með landsliðinu.Þakklátur fyrir tækifærið „Ég hef tekið þátt í þessu oft áður en ekki því sem kemur seinna. Það kemur bara síðar held ég,“ segir Hlynur sem er eðlilega mjög spenntur fyrir að spila á fyrsta stórmóti sem A-landslið kemst á. „Ég hef sjaldan spilað í svona umhverfi og svona höllum. Það hefur einstaka sinnum gerst með landsliðinu en aldrei á svona móti á móti svona sterkum liðum. Ég er bara mjög þakklátur að fá þetta tækifæri,“ segir fyrirliðinn. Ísland er í dauðariðlinum á mótinu með Þýskalandi, Serbíu, Ítalíu, Tyrklandi og Spáni. Margar NBA-stjörnur eru í hinum liðunum, en riðilinn hefði varla getað verið erfiðari. „Þetta eru svona fimm af átta bestu þjóðum Evrópu. Að því leyti er þetta svolítið óheppni því þessi dráttur gerði líkurnar á að vinna sigur ansi litlar,“ segir Hlynur.Óheppnir með riðil Hinir riðlarnir eru ekki jafn sterkir þótt auðvitað séu bara bestu þjóðir álfunnar mættar til leiks. „Maður sá lið í hinum riðlunum sem við höfum unnið einhvern tímann og þá hefðum við getað gengið frá mótinu með einn sigur eða tvo kannski. Síðan kom þessi helvítis riðill eins og hann er,“ segir Hlynur og bætir við: „Þetta var svolítil óheppni en við þurfum bara að nálgast þetta með ákveðinni auðmýkt. Menn verða alltaf sáttir við mótið, sama hvernig það fer. Menn vilja bara ganga stoltir frá þessu.“ Íslenska liðið hefur keppt marga leiki og farið á Smáþjóðaleika en aldrei verið í þessari stöðu. Nú verður liðið meira og minna saman í sex vikur fram að móti og svo tekur við Evrópumótið sjálft. Þetta er staða sem enginn þekkir innan körfuboltans en það er ekkert alltaf dans á rósum að halda öllu gangandi í svona umhverfi.Enginn prófað þetta áður „Ég hef aðeins pælt í þessu. Ég held að við þurfum að kynna okkur þetta, sérstaklega fyrir síðustu ferðina þar sem við erum 14-15 daga saman. Það er mikilvægt bara upp á andlegu hliðina og við verðum að vera tilbúnir fyrir allt,“ segir Hlynur. „Þetta er mjög nýtt fyrir mig og okkur alla. Ég get ekki leitað til neins hérna því þetta er eitthvað sem enginn hefur tekið þátt í.“ Alls var 21 leikmaður boðaður til æfinga sem hófust á mánudaginn en á endanum verða aðeins tólf sem fara til Berlínar. „Það verður mjög leiðinlegt fyrir þá sem detta út og því verður samkeppnin mikil á æfingunum. Það eru bara tólf sem fara þannig það verður sárt fyrir einhverja en því miður er það svoleiðis,“ segir Hlynur Bæringsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Sjá meira