Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2015 19:55 Björn Ingi Hrafnsson er einn af eigendum Vefpressunnar ehf. Vísir/Ernir Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira