Lífið

Efri stéttin: Prestar taka Íslendinga af lífi fyrir að guðlast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í nýjasta þætti Efri Stéttarinnar eru prestar teknir fyrir. Það má sjá tvo unga presta bölva skoðunum annarra á Twitter. Þeir taka málin í sínar eigin hendur og heimsækja nokkra Íslendinga og hreinlega taka þá af lífi.

Sjá einnig: Snæbjörn berst fyrir sjálfstæði Bryggjuhverfisins

Efri stéttinni er fátt heilagt eins og sést í þáttunum en þeir hafa alls verið þrír hér á Vísi. Á bak við Efri Stéttina er einn ferskasti grínhópur landsins. Meðlimir hans voru áður í skemmtiþættinum 12:00 í Verzlunarskólanum og vöktu mikla athygli síðasta vetur fyrir vel heppnuð lög og myndbönd og sprenghlægileg atriði. Þættirnir verða sýndir vikulega fram í september og frumsýndir um helgar hér á Vísi.

Sjá einnig: Efri stéttin: Dagur B. neitar Bryggjuhverfinu um sjálfstæði

Þau sem skipa Efri Stéttina eru Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×