Jón Gnarr með tvöfalt meira fylgi en Ólafur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2015 19:25 Liðlega ár er til forsetakosninganna en Jón og Ólafur hafa báðir gefið það út að þeir muni ekki gefa kost á sér. vísir Næstum því tvöfalt fleiri vilja sjá Jón Gnarr sem forseta Íslands en Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og þá nýtur þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um helmingi meira fylgi en sitjandi forseti.Sjónvarpsfréttir RÚV greindu frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöld en hún leiðir í ljós að 21 prósent aðspurðra vilja sjá Jón Gnarr sem forseta, um 17 prósent myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur en um 11 prósent vilja áframhaldandi setu Ólafs Ragnar. Þá nýtur sjónvarpskonan og fyrrum forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir 8 prósent fylgis, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er með 6 prósent fylgi og ritstjórinn og forsætisráðherrann fyrrverandi Davíð Oddsson nýtur 3 prósenta stuðnings í embættið. Þórarinn Eldjárn og Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor eru hvort um sig með 2 prósent fylgi. Athygli vekur að fáir vildu gefa upp afstöðu sína í könnuninni, einungis 38 prósent. Þá minntust þeir sem teknir voru tali 28 prósent á önnur nöfn en þau sem greint hefur verið frá hér að ofan.Var með 47 prósent fylgi í nóvemberFylgi Jóns hefur þó fallið töluvert ef miðað er við sambærilega könnun á vegum Fréttablaðsins sem framkvæmd var undir lok síðasta árs. Þá sögðust 47 prósent styðja borgarstjórann fyrrverandi sem næsta forseta Íslands. Í sömu könnun naut Ólafur Ragnar 9 prósenta fylgis, rétt eins og Ragna Árnadóttir. Þóra Arnórsdóttir virðist auka fylgi sitt ef þessar tvær kannanir eru bornar saman en í könnun Fréttablaðsins var hún með 3 prósent stuðning en nýtur nú hylli 8 prósent fólks sem fyrr segir.Sagði í fyrra ekki ætla að bjóða sig framÓlafur Ragnar sagði í samtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason á Hringbraut að hann hygðist bíða með að lýsa því yfir hvort hann ætlaði að gefa kost á sér á nýju. Ólafur segir í viðtalinu við Sölva að hann hafi verið lengi í embætti en „formleg tilkynning af minni hálfu mun fylgja þeim hefðum sem forverar mínir og þjóðin hafa komið sér sama” og má lesa úr því sem svo að hann muni taka af allan vafa í nýársávarpi sínu. Hann hefur þó áður lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram að ári, til að mynda í samtali við tímaritið Monocle í júní í fyrra.Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann hyggi á framboð í sjötta sinn. Hann sagði svo ekki vera, hann hafi ekki ætlað að bjóða sig fram að nýju í síðustu kosningum en hafi verið hvattur til þess í undirskriftarsöfnun. „En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði í nýársávarpi sínu árið 2012 að hann hygðist snúa til annarra starfa og myndi því ekki bjóða sig til forseta að nýju, sjötta tímabilið í röð. Efnt var til undirskriftasöfnunar og rituðu um þrjátíu og eitt þúsund manns nafn sitt á listann.Jón Gnarr gaf það út í mars síðastliðnum að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Þá var hann á dögunum ráðinn sem nýr ritstjóri hjá 365. Katrín Jakobsdóttir hefur þá einnig stígið fram og sagst ekki geta séð sig í embætti forseta. Það gerði hún til að mynda í samtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í apríl á þessu ári. Gallup spurði í rúmlega 1400 manns í netkönnun 19. júní til 1. júlí: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands? Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Næstum því tvöfalt fleiri vilja sjá Jón Gnarr sem forseta Íslands en Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og þá nýtur þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um helmingi meira fylgi en sitjandi forseti.Sjónvarpsfréttir RÚV greindu frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöld en hún leiðir í ljós að 21 prósent aðspurðra vilja sjá Jón Gnarr sem forseta, um 17 prósent myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur en um 11 prósent vilja áframhaldandi setu Ólafs Ragnar. Þá nýtur sjónvarpskonan og fyrrum forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir 8 prósent fylgis, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er með 6 prósent fylgi og ritstjórinn og forsætisráðherrann fyrrverandi Davíð Oddsson nýtur 3 prósenta stuðnings í embættið. Þórarinn Eldjárn og Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor eru hvort um sig með 2 prósent fylgi. Athygli vekur að fáir vildu gefa upp afstöðu sína í könnuninni, einungis 38 prósent. Þá minntust þeir sem teknir voru tali 28 prósent á önnur nöfn en þau sem greint hefur verið frá hér að ofan.Var með 47 prósent fylgi í nóvemberFylgi Jóns hefur þó fallið töluvert ef miðað er við sambærilega könnun á vegum Fréttablaðsins sem framkvæmd var undir lok síðasta árs. Þá sögðust 47 prósent styðja borgarstjórann fyrrverandi sem næsta forseta Íslands. Í sömu könnun naut Ólafur Ragnar 9 prósenta fylgis, rétt eins og Ragna Árnadóttir. Þóra Arnórsdóttir virðist auka fylgi sitt ef þessar tvær kannanir eru bornar saman en í könnun Fréttablaðsins var hún með 3 prósent stuðning en nýtur nú hylli 8 prósent fólks sem fyrr segir.Sagði í fyrra ekki ætla að bjóða sig framÓlafur Ragnar sagði í samtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason á Hringbraut að hann hygðist bíða með að lýsa því yfir hvort hann ætlaði að gefa kost á sér á nýju. Ólafur segir í viðtalinu við Sölva að hann hafi verið lengi í embætti en „formleg tilkynning af minni hálfu mun fylgja þeim hefðum sem forverar mínir og þjóðin hafa komið sér sama” og má lesa úr því sem svo að hann muni taka af allan vafa í nýársávarpi sínu. Hann hefur þó áður lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram að ári, til að mynda í samtali við tímaritið Monocle í júní í fyrra.Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann hyggi á framboð í sjötta sinn. Hann sagði svo ekki vera, hann hafi ekki ætlað að bjóða sig fram að nýju í síðustu kosningum en hafi verið hvattur til þess í undirskriftarsöfnun. „En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði í nýársávarpi sínu árið 2012 að hann hygðist snúa til annarra starfa og myndi því ekki bjóða sig til forseta að nýju, sjötta tímabilið í röð. Efnt var til undirskriftasöfnunar og rituðu um þrjátíu og eitt þúsund manns nafn sitt á listann.Jón Gnarr gaf það út í mars síðastliðnum að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Þá var hann á dögunum ráðinn sem nýr ritstjóri hjá 365. Katrín Jakobsdóttir hefur þá einnig stígið fram og sagst ekki geta séð sig í embætti forseta. Það gerði hún til að mynda í samtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í apríl á þessu ári. Gallup spurði í rúmlega 1400 manns í netkönnun 19. júní til 1. júlí: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands?
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira