Jón Gnarr með tvöfalt meira fylgi en Ólafur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2015 19:25 Liðlega ár er til forsetakosninganna en Jón og Ólafur hafa báðir gefið það út að þeir muni ekki gefa kost á sér. vísir Næstum því tvöfalt fleiri vilja sjá Jón Gnarr sem forseta Íslands en Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og þá nýtur þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um helmingi meira fylgi en sitjandi forseti.Sjónvarpsfréttir RÚV greindu frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöld en hún leiðir í ljós að 21 prósent aðspurðra vilja sjá Jón Gnarr sem forseta, um 17 prósent myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur en um 11 prósent vilja áframhaldandi setu Ólafs Ragnar. Þá nýtur sjónvarpskonan og fyrrum forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir 8 prósent fylgis, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er með 6 prósent fylgi og ritstjórinn og forsætisráðherrann fyrrverandi Davíð Oddsson nýtur 3 prósenta stuðnings í embættið. Þórarinn Eldjárn og Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor eru hvort um sig með 2 prósent fylgi. Athygli vekur að fáir vildu gefa upp afstöðu sína í könnuninni, einungis 38 prósent. Þá minntust þeir sem teknir voru tali 28 prósent á önnur nöfn en þau sem greint hefur verið frá hér að ofan.Var með 47 prósent fylgi í nóvemberFylgi Jóns hefur þó fallið töluvert ef miðað er við sambærilega könnun á vegum Fréttablaðsins sem framkvæmd var undir lok síðasta árs. Þá sögðust 47 prósent styðja borgarstjórann fyrrverandi sem næsta forseta Íslands. Í sömu könnun naut Ólafur Ragnar 9 prósenta fylgis, rétt eins og Ragna Árnadóttir. Þóra Arnórsdóttir virðist auka fylgi sitt ef þessar tvær kannanir eru bornar saman en í könnun Fréttablaðsins var hún með 3 prósent stuðning en nýtur nú hylli 8 prósent fólks sem fyrr segir.Sagði í fyrra ekki ætla að bjóða sig framÓlafur Ragnar sagði í samtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason á Hringbraut að hann hygðist bíða með að lýsa því yfir hvort hann ætlaði að gefa kost á sér á nýju. Ólafur segir í viðtalinu við Sölva að hann hafi verið lengi í embætti en „formleg tilkynning af minni hálfu mun fylgja þeim hefðum sem forverar mínir og þjóðin hafa komið sér sama” og má lesa úr því sem svo að hann muni taka af allan vafa í nýársávarpi sínu. Hann hefur þó áður lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram að ári, til að mynda í samtali við tímaritið Monocle í júní í fyrra.Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann hyggi á framboð í sjötta sinn. Hann sagði svo ekki vera, hann hafi ekki ætlað að bjóða sig fram að nýju í síðustu kosningum en hafi verið hvattur til þess í undirskriftarsöfnun. „En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði í nýársávarpi sínu árið 2012 að hann hygðist snúa til annarra starfa og myndi því ekki bjóða sig til forseta að nýju, sjötta tímabilið í röð. Efnt var til undirskriftasöfnunar og rituðu um þrjátíu og eitt þúsund manns nafn sitt á listann.Jón Gnarr gaf það út í mars síðastliðnum að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Þá var hann á dögunum ráðinn sem nýr ritstjóri hjá 365. Katrín Jakobsdóttir hefur þá einnig stígið fram og sagst ekki geta séð sig í embætti forseta. Það gerði hún til að mynda í samtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í apríl á þessu ári. Gallup spurði í rúmlega 1400 manns í netkönnun 19. júní til 1. júlí: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands? Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Næstum því tvöfalt fleiri vilja sjá Jón Gnarr sem forseta Íslands en Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og þá nýtur þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um helmingi meira fylgi en sitjandi forseti.Sjónvarpsfréttir RÚV greindu frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöld en hún leiðir í ljós að 21 prósent aðspurðra vilja sjá Jón Gnarr sem forseta, um 17 prósent myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur en um 11 prósent vilja áframhaldandi setu Ólafs Ragnar. Þá nýtur sjónvarpskonan og fyrrum forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir 8 prósent fylgis, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er með 6 prósent fylgi og ritstjórinn og forsætisráðherrann fyrrverandi Davíð Oddsson nýtur 3 prósenta stuðnings í embættið. Þórarinn Eldjárn og Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor eru hvort um sig með 2 prósent fylgi. Athygli vekur að fáir vildu gefa upp afstöðu sína í könnuninni, einungis 38 prósent. Þá minntust þeir sem teknir voru tali 28 prósent á önnur nöfn en þau sem greint hefur verið frá hér að ofan.Var með 47 prósent fylgi í nóvemberFylgi Jóns hefur þó fallið töluvert ef miðað er við sambærilega könnun á vegum Fréttablaðsins sem framkvæmd var undir lok síðasta árs. Þá sögðust 47 prósent styðja borgarstjórann fyrrverandi sem næsta forseta Íslands. Í sömu könnun naut Ólafur Ragnar 9 prósenta fylgis, rétt eins og Ragna Árnadóttir. Þóra Arnórsdóttir virðist auka fylgi sitt ef þessar tvær kannanir eru bornar saman en í könnun Fréttablaðsins var hún með 3 prósent stuðning en nýtur nú hylli 8 prósent fólks sem fyrr segir.Sagði í fyrra ekki ætla að bjóða sig framÓlafur Ragnar sagði í samtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason á Hringbraut að hann hygðist bíða með að lýsa því yfir hvort hann ætlaði að gefa kost á sér á nýju. Ólafur segir í viðtalinu við Sölva að hann hafi verið lengi í embætti en „formleg tilkynning af minni hálfu mun fylgja þeim hefðum sem forverar mínir og þjóðin hafa komið sér sama” og má lesa úr því sem svo að hann muni taka af allan vafa í nýársávarpi sínu. Hann hefur þó áður lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram að ári, til að mynda í samtali við tímaritið Monocle í júní í fyrra.Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann hyggi á framboð í sjötta sinn. Hann sagði svo ekki vera, hann hafi ekki ætlað að bjóða sig fram að nýju í síðustu kosningum en hafi verið hvattur til þess í undirskriftarsöfnun. „En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði í nýársávarpi sínu árið 2012 að hann hygðist snúa til annarra starfa og myndi því ekki bjóða sig til forseta að nýju, sjötta tímabilið í röð. Efnt var til undirskriftasöfnunar og rituðu um þrjátíu og eitt þúsund manns nafn sitt á listann.Jón Gnarr gaf það út í mars síðastliðnum að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Þá var hann á dögunum ráðinn sem nýr ritstjóri hjá 365. Katrín Jakobsdóttir hefur þá einnig stígið fram og sagst ekki geta séð sig í embætti forseta. Það gerði hún til að mynda í samtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í apríl á þessu ári. Gallup spurði í rúmlega 1400 manns í netkönnun 19. júní til 1. júlí: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands?
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira