Þetta er mikið hark Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2015 08:00 Ægir Þór og félagar hans í landsliðinu mæta Hollandi í tveimur æfingaleikjum, 7. og 9. ágúst. vísir/andri marinó „Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
„Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira