Rannsaka líkamsleifar stúlku vegna hvarfs McCann Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2015 23:30 Madeleine McCann hvarf árið 2007 þegar hún var í fríi með foreldrum sínum. Vísir Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa sett sig í samband við áströlsk lögregluyfirvöld vegna líkamsleifa ungrar stúlku sem fundust þar í landi um miðjan mánuðinn. Ýmislegt er talið benda til þess að leifarnar kunni að vera af Madeline McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir 8 árum síðan. Að sögn lögregluyfirvalda Ástralíu var stúlkan sem fannst þann 15 júlí síðastliðinn ljóshærð, hvít á hörund og líklega tveggja og hálfs til fjögurra ára gömul. Lík stúlkunnar fannst umvafið heimagerðu teppi í skjalatösku við fjölfarin þjóðveg í suðurhluta landsins og telur ástralska lögreglan að dauða stúlkunnar kunni að hafa borið að einhvern tímann frá upphafi árs 2007. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þó svo að litlar líkur séu á að hér sé raunverulega um að ræða líkamsleifar Madeleine McCann yrði ekki hjá því litið að aldur stúlkunnar og áætluð dánarstund hennar héldist í hendur við dularfullt hvarf Madeleine fyrir rúmum átta árum síðan. Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann sem var þriggja ára gömul þegar hún hvarf sporlaust er hún var í fríi með foreldrum sínum í ferðamannabænum Praia da Luz í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti gríðarlega athygli fjölmiðla um allan heim og hefur leit að stúlkunni staðið yfir allar götur síðan. Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa fengið þúsundir ábendinga um hvar stúlkan kunni að vera niðurkomin og hafa hundruð manna verið yfirheyrðir vegna meintrar aðildar að hvarfinu. Madeleine McCann Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa sett sig í samband við áströlsk lögregluyfirvöld vegna líkamsleifa ungrar stúlku sem fundust þar í landi um miðjan mánuðinn. Ýmislegt er talið benda til þess að leifarnar kunni að vera af Madeline McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir 8 árum síðan. Að sögn lögregluyfirvalda Ástralíu var stúlkan sem fannst þann 15 júlí síðastliðinn ljóshærð, hvít á hörund og líklega tveggja og hálfs til fjögurra ára gömul. Lík stúlkunnar fannst umvafið heimagerðu teppi í skjalatösku við fjölfarin þjóðveg í suðurhluta landsins og telur ástralska lögreglan að dauða stúlkunnar kunni að hafa borið að einhvern tímann frá upphafi árs 2007. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þó svo að litlar líkur séu á að hér sé raunverulega um að ræða líkamsleifar Madeleine McCann yrði ekki hjá því litið að aldur stúlkunnar og áætluð dánarstund hennar héldist í hendur við dularfullt hvarf Madeleine fyrir rúmum átta árum síðan. Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann sem var þriggja ára gömul þegar hún hvarf sporlaust er hún var í fríi með foreldrum sínum í ferðamannabænum Praia da Luz í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti gríðarlega athygli fjölmiðla um allan heim og hefur leit að stúlkunni staðið yfir allar götur síðan. Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa fengið þúsundir ábendinga um hvar stúlkan kunni að vera niðurkomin og hafa hundruð manna verið yfirheyrðir vegna meintrar aðildar að hvarfinu.
Madeleine McCann Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira