Ferðasumarið í Landmannalaugum: Ætluðu að labba Laugaveginn í stuttbuxum og hlaupaskóm Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júlí 2015 11:53 Fjöldi ferðamanna í Landmannalaugum í sumar er svipaður og undanfarin ár að sögn skálavarðar. mynd/rakel Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. Skálar Ferðafélags Íslands á svæðinu opnuðu þann 15. júní síðastliðinn sem er aðeins seinna en vanalega en það var einmitt vegna snjósins. „Fólk er mikið að labba Laugaveginn þó að það sé snjór á leiðinni og fjöldinn sem kemur hingað er sambærilegur við það sem verið hefur undanfarin ár,“ segir Rakel Ýr Jakobsdóttir, skálavörður í Landmannalaugum.Rakel Ýr Jakobsdóttir, skálavörður í Landmannalaugum.mynd/rakelVoðalega kalt en flestir gista samt í tjöldum Þegar mest er geta 91 gist í skálum Ferðafélags Íslands á svæðinu. Rakel segir að það hafi nánast verið fullt hverja einustu nótt í sumar og þá gisti mun fleiri í tjöldum. „Það er voðalega kalt hjá okkur en flestir gista samt í tjöldum. Það eru kannski um 80 tjöld hér á hverjum degi en síðan rokkar sú tala eðlilega upp og niður,“ segir Rakel. Hún segir að mjög mikill meirihluti þeirra sem komi í Landmannalaugar séu erlendir ferðamenn og bætir við að það sé gaman þegar íslenska heyrist á svæðinu. „Auðvitað koma Íslendingar hingað líka en það er meira um helgar. Svo eru auðvitað rútubílstjórarnir íslenskir og kíkja hérna inn í kaffi en þetta eru langmest útlendingar.“Séð af Bláhnjúk.mynd/rakel“I want to see the red mountains” Rakel segir að flestir ferðamennirnir hingað til hafi komið frá Þýskalandi og Frakklandi. Í ágúst kemur síðan vanalega mikið af Spánverjum og Ítölum enda sé algengt að þeir taki sumarfrí sitt þá. Margir erlendir ferðamenn koma í skipulagðar ferðir með rútum inn í Landmannalaugar. Stærstur hluti þeirra labbar svo Laugaveginn. Rakel segir að eitt af því sem heilli mikið á svæðinu séu rauðu fjöllin. „Fólk kemur hingað og segir “I want to see the red mountains.” Það eru rauðu fjöllin, Brennisteinsalda, Grænagilið, Bláhnjúkur og Suðurnámurnar. Síðan er það Ljóti pollur líka en hann er svona niðurgrafinn.“Rigningardagur í Landmannalaugum.mynd/rakelSumir mjög hissa á veðrinuAð sögn Rakelar eru ferðamenn sem koma í Landmannalaugar almennt ánægðir þó alltaf séu einhverjir sem kvarti. Aðspurð hvort að veðrið hafi komið einhverjum á óvart segir hún: „Sumir koma náttúrulega og eru voðalega hissa en flestir eru mjög vel undirbúnir. Eiga fötin, eiga tjöldin en sumir mæta bara á stuttbuxum og strigaskóm. Það voru til dæmis fjórir Indverjar sem komu hingað og ætluðu að labba Laugaveginn. Það var rigning í skýjunum, byrjað að dropa og svona en hafði verið sól um morguninn. Þeir klæddu sig því bara í stuttubuxur og Asics-hlaupaskó. Ég sagði þeim að það væri snjór á leiðnni en þeir voru alveg til í þetta og sögðu bara “We will make it.”“ Höfðu valið stuttbuxur og strigaskór og vildu alls ekki skipta um föt Rakel reyndi svo að telja þá á að skipta um föt, fara í aðrar buxur og gönguskóna sína, en þeir vildu það ekki. „Þeir sögðust bara hafa valið þessi föt fyrir daginn í dag og ætluðu ekkert að skipta. Svo þannig lögðu þeir af stað. Ég held að þeir hafi labbað upp í Hrafntinnusker, komið svo til baka og tekið rútuna í Reykjavík þannig að þeir fóru ekki Laugaveginn þegar þeir áttuðu sig á hvernig þetta væri,“ segir Rakel.Litadýrð í kvöldsólinni.mynd/rakelUtanvegaakstur þekkt vandamál Nokkuð hefur verið rætt um utanvegaakstur ferðamanna í sumar og er það vandamál þekkt á meðal landvarða í Landmannalaugum. „Fólk er að keyra þar sem ekki má, það er kannski að villast og festa sig. Hálendisvakt björgunarsveitanna koma þá til aðstoðar. Svo eru teknar myndir í bak og fyrir og það sent til lögreglunnar til frekari skoðunar. Við erum því mikið í því að brýna fyrir fólki að halda sig bara á stígunum og fara alls ekki út af þeim,“ segir Rakel. Alls eru sex skálaverðir að störfum í Landmannalaugum á vegum Ferðafélags Íslands. Þeir sjá um allan daglegan rekstur skálanna, þrif á öllum húsum og salernisaðstöðu og viðhald. Þá sjá þeir einnig til þess að halda landinu hreinu, leiðbeina ferðamönnum um færð á vegum, gönguleiðir og annað auk þess sem þeir sjá um tjaldstæðið. Þá týnist margt annað til að sögn Rakelar og því nóg að gera hjá skálavörðunum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. Skálar Ferðafélags Íslands á svæðinu opnuðu þann 15. júní síðastliðinn sem er aðeins seinna en vanalega en það var einmitt vegna snjósins. „Fólk er mikið að labba Laugaveginn þó að það sé snjór á leiðinni og fjöldinn sem kemur hingað er sambærilegur við það sem verið hefur undanfarin ár,“ segir Rakel Ýr Jakobsdóttir, skálavörður í Landmannalaugum.Rakel Ýr Jakobsdóttir, skálavörður í Landmannalaugum.mynd/rakelVoðalega kalt en flestir gista samt í tjöldum Þegar mest er geta 91 gist í skálum Ferðafélags Íslands á svæðinu. Rakel segir að það hafi nánast verið fullt hverja einustu nótt í sumar og þá gisti mun fleiri í tjöldum. „Það er voðalega kalt hjá okkur en flestir gista samt í tjöldum. Það eru kannski um 80 tjöld hér á hverjum degi en síðan rokkar sú tala eðlilega upp og niður,“ segir Rakel. Hún segir að mjög mikill meirihluti þeirra sem komi í Landmannalaugar séu erlendir ferðamenn og bætir við að það sé gaman þegar íslenska heyrist á svæðinu. „Auðvitað koma Íslendingar hingað líka en það er meira um helgar. Svo eru auðvitað rútubílstjórarnir íslenskir og kíkja hérna inn í kaffi en þetta eru langmest útlendingar.“Séð af Bláhnjúk.mynd/rakel“I want to see the red mountains” Rakel segir að flestir ferðamennirnir hingað til hafi komið frá Þýskalandi og Frakklandi. Í ágúst kemur síðan vanalega mikið af Spánverjum og Ítölum enda sé algengt að þeir taki sumarfrí sitt þá. Margir erlendir ferðamenn koma í skipulagðar ferðir með rútum inn í Landmannalaugar. Stærstur hluti þeirra labbar svo Laugaveginn. Rakel segir að eitt af því sem heilli mikið á svæðinu séu rauðu fjöllin. „Fólk kemur hingað og segir “I want to see the red mountains.” Það eru rauðu fjöllin, Brennisteinsalda, Grænagilið, Bláhnjúkur og Suðurnámurnar. Síðan er það Ljóti pollur líka en hann er svona niðurgrafinn.“Rigningardagur í Landmannalaugum.mynd/rakelSumir mjög hissa á veðrinuAð sögn Rakelar eru ferðamenn sem koma í Landmannalaugar almennt ánægðir þó alltaf séu einhverjir sem kvarti. Aðspurð hvort að veðrið hafi komið einhverjum á óvart segir hún: „Sumir koma náttúrulega og eru voðalega hissa en flestir eru mjög vel undirbúnir. Eiga fötin, eiga tjöldin en sumir mæta bara á stuttbuxum og strigaskóm. Það voru til dæmis fjórir Indverjar sem komu hingað og ætluðu að labba Laugaveginn. Það var rigning í skýjunum, byrjað að dropa og svona en hafði verið sól um morguninn. Þeir klæddu sig því bara í stuttubuxur og Asics-hlaupaskó. Ég sagði þeim að það væri snjór á leiðnni en þeir voru alveg til í þetta og sögðu bara “We will make it.”“ Höfðu valið stuttbuxur og strigaskór og vildu alls ekki skipta um föt Rakel reyndi svo að telja þá á að skipta um föt, fara í aðrar buxur og gönguskóna sína, en þeir vildu það ekki. „Þeir sögðust bara hafa valið þessi föt fyrir daginn í dag og ætluðu ekkert að skipta. Svo þannig lögðu þeir af stað. Ég held að þeir hafi labbað upp í Hrafntinnusker, komið svo til baka og tekið rútuna í Reykjavík þannig að þeir fóru ekki Laugaveginn þegar þeir áttuðu sig á hvernig þetta væri,“ segir Rakel.Litadýrð í kvöldsólinni.mynd/rakelUtanvegaakstur þekkt vandamál Nokkuð hefur verið rætt um utanvegaakstur ferðamanna í sumar og er það vandamál þekkt á meðal landvarða í Landmannalaugum. „Fólk er að keyra þar sem ekki má, það er kannski að villast og festa sig. Hálendisvakt björgunarsveitanna koma þá til aðstoðar. Svo eru teknar myndir í bak og fyrir og það sent til lögreglunnar til frekari skoðunar. Við erum því mikið í því að brýna fyrir fólki að halda sig bara á stígunum og fara alls ekki út af þeim,“ segir Rakel. Alls eru sex skálaverðir að störfum í Landmannalaugum á vegum Ferðafélags Íslands. Þeir sjá um allan daglegan rekstur skálanna, þrif á öllum húsum og salernisaðstöðu og viðhald. Þá sjá þeir einnig til þess að halda landinu hreinu, leiðbeina ferðamönnum um færð á vegum, gönguleiðir og annað auk þess sem þeir sjá um tjaldstæðið. Þá týnist margt annað til að sögn Rakelar og því nóg að gera hjá skálavörðunum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48
Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30
Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00