Fá ekki að fullnýta tollkvóta sinn vegna verkfallsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2015 14:12 Vörur skemmdust er þær fengust ekki leystar úr gámum. vísir/gva Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37