Lífið

Frumsýning: Skemmtiþátturinn Efri Stéttin mættur á Vísi

Tinni Sveinsson skrifar
Skemmtiþátturinn Efri Stéttin hefur göngu sína hér á Vísi í dag. Er þetta fyrsti þáttur af tíu í þáttaröð sem beðið hefur verið eftir af mikilli eftirvæntingu.

Á bak við Efri Stéttina er einn ferskasti grínhópur landsins. Meðlimir hans voru áður í skemmtiþættinum 12:00 í Verzlunarskólanum og vöktu mikla athygli síðasta vetur fyrir vel heppnuð lög og myndbönd og sprenghlægileg atriði. 

Þættirnir verða sýndir vikulega fram í september og frumsýndir á föstudögum hér á Vísi.

„Þetta er sögulegur dagur fyrir alla sem koma að gerð þáttarins á einn hátt eða annan. Sagan segir að starfsmenn 365 séu í samningaviðræðum um að gera 10. júlí að árlegum frídegi vegna hamingju yfir frumsýningu þáttarins,“ segir Árni Steinn Viggósson, einn meðlima Efri Stéttarinnar.

Aðrir meðlimir eru þau Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn.

Meðlimir Efri Stéttarinnar eru mjög virkir á samfélagsmiðlum og hvetjum við lesendur til að fylgjast einnig með þeim á Instagram, TwitterFacebook og á Snapchat (efristettin).


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×