Er öll von úti fyrir Grikkland? Þorbjörn Þórðarson í Aþenu skrifar 11. júlí 2015 08:00 Grískir mótmælendur Vísir/Getty „Öll von er farin,“ segir Nikolia Apostolou, grísk samstarfskona mín hér í Aþenu. Apostolou er fulltrúi hámenntaðrar kynslóðar ungra Grikkja. Með meistarapróf í blaðamennsku frá Columbia-háskóla í New York. „Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin,“ segir hún og er þar að vísa til tillagna um efnahagsúrbætur sem gríska ríkisstjórnin sendi til Brussel fyrir miðnætti á fimmtudagskvöld. Tillögurnar, sem kosta um 12 milljarða evra, fela í sér umfangsmiklar skattkerfisbreytingar, niðurskurð í ríkisútgjöldum og sparnað. Samhliða því óska Grikkir eftir nýjum lánum upp á 53,5 milljarða evra auk endurskipulagningar á skuldum gríska ríkisins. Heildarskuldir þess nema 320 milljörðum evra eða 180% af vergri landsframleiðslu Grikklands en það er mat flestra að skuldastaða gríska ríkisins sé algjörlega ósjálfbær. Örlög grísks efnahagslífs gætu ráðist á sunnudag þegar farið verður yfir tillögur um efnahagsúrbætur á ríkjaráðstefnu í Brussel. Gríski seðlabankinn er að verða uppiskroppa með laust fé og Louka Katseli, seðlabankastjóri Grikklands, sagði við mig þegar ég ræddi við hana í síma á fimmtudag að án frekari lánveitinga ætti Seðlabanki Grikklands bara seðla til að anna eftirspurn úr hraðbönkum fram á mánudagskvöld. Allur innflutningur erfiðurKreppan hefur leikið grískt atvinnulíf grátt. Sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru kjölfestan í grísku efnahagslífi en 60 prósent allra fyrirtækja í Grikklandi eru með 10 starfsmenn eða færri samkvæmt tölum OECD. Gjaldeyrishöftin sem voru nýlega tekin upp í landinu bitna verst á þessum fyrirtækjum. Ólíkt því sem gildir á Íslandi þá eru vöru- og þjónustuviðskipti ekki undanþegin höftum í Grikklandi. Það þarf því undanþágur fyrir öllu. „Miklir erfiðleikar hafa steðjað að síðustu vikurnar og allur innflutningur er erfiður. Fyrirtæki í innflutningi geta ekki sent greiðslur til framleiðenda í Evrópu og öðrum ríkjum heims. Ég kýs skjótan dauðdaga í stað þess að þetta gerist svona hægt. Hver dagur er kvölin ein. Verslunum er lokað. Líf fólks er lagt í rúst. Kaupsýslumenn fremja sjálfsmorð. Þeir voru kannski vel stæðir og áttu allt en á einum degi eða viku hafa þeir misst allt sitt,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu. Það er engum vafa undirorpið að það eru erfiðir tímar framundan hjá Grikkjum hvort sem þeir verða áfram í myntsamstarfinu eða ekki. Það er ekki gert ráð fyrir því í regluverki Evrópska myntbandalagsins að ríki hætti í því eftir að hafa tekið upp evru og hin ríkin á evrusvæðinu vilja sennilega ekki taka áhættuna af því að Grikkir gangi út því slíkt gæti skapað hættulegt fordæmi. Þær raddir heyrast þó hátt í Þýskalandi að betra sé að Grikkir hætti í myntsamstarfinu. Þýska dagblaðið Bild birti í vikunni mynd af Angelu Merkel kanslara Þýskalands með prússneskan hjálm og sagði að nú þyrftu þjóðverjar „Járnkanslarann“ og krafðist í fyrirsögn að „engir nýir milljarðar“ yrðu lánaðir Grikkjum en án nýrra lána þurfa Grikkir að yfirgefa evrusvæðið. Alexis Tsipras, hinn ungi forsætisráðherra Grikkja, virðist ætla að leggja allt í sölurnar til að tryggja áframhaldandi veru Grikkja í myntsamstarfinu. Yanis Varoufakis, hinn vígreifi fjármálaráðherra Grikkja sem var ólatur við að sýna kröfuhöfum hnefann í ræðu og riti, hætti sem fjármálaráðherra á mánudag að beiðni Tsipras. Varoufakis, sem er hagfræðingur og sérfræðingur í leikjafræði, sagði við fjölmiðla hér í Aþenu að hann hefði hætt til að liðka fyrir samningum við lánardrottna Grikkja. Þessi ákvörðun Tsipras að fórna Varoufakis á altari diplómatískrar velvildar hinna evruríkjanna þykir vera til vitnis um ríkan samningsvilja enda lágu fyrir drög að efnahagsúrbótum fyrir Grikkland aðeins nokkrum sólarhringum síðar. Tsipras hefur lagt ríka áherslu á samstöðu um tillögurnar sem sendar voru til Brussel á fimmtudagskvöld en Panagiotis Lafazanis, umhverfis- og orkumálaráðherra Grikklands og liðsmaður Syriza, hefur þegar lýst sig andsnúinn þeim. Gríska þjóðþingið hafði ekki afgreitt tillögurnar þegar Fréttablaðið fór í prentun en frumvarp um þær átti að ganga til atkvæða eigi síðar en í dag. Þær koma síðan til umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni í Brussel á morgun, sunnudag.Angela Merkel, kanslari ÞýskalandsVísir/GettyÞjóðverjar við stjórnvölinn og bera mikla ábyrgð á ástandinuUm borð í flugi þýska flugfélagsins Lufthansa frá Frankfurt til Aþenu varð mér hugsað til þess gríðarlega aðstöðumunar sem er í dag á milli Þjóðverja og Grikkja. Grikkir bera auðvitað sjálfir mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem þeir eru í. Aðeins eitt ríki í heiminum skuldar meira sem hlutfall af landsframleiðslu en það er Japan. Skuldastaða Japan er samt ekki vandamál af sambærilegri stærðargráðu. Japanir eru ekki í myntsamstarfi og geta því brugðist við eigin vandamálum með aðferðum sem eru á færi ríkja sem reka eigin peningastefnu. Skattskil eru vandamál í Grikklandi og það skorti aðhald í ríkisfjármálum bæði fyrir og eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Þjóðverjar, lang öflugasta ríkið í Evrópusambandinu, bera hins vegar mikla ábyrgð á því að Grikkir náðu ekki viðspyrnu. Aðhaldskrafan sem gerð var til Grikkja, og var teiknuð var upp í Brussel og Berlín, varð til þess að dýpka kreppuna í Grikklandi. Atvinnuleysi nálgast nú 30% (er 60% meðal ungs fólks) og horfur eru dökkar. Þjóðverjar bera líka mikla ábyrgð á ójafnvægi á evrusvæðinu með eigin stefnu. Mikill viðskiptaafgangur Þjóðverja er að verða sjálfstætt vandamál. Þeir flytja miklu meira út en þeir kaupa sjálfir af öðrum ríkjum. Það er eðlilegt að mikil eftirspurn sé eftir þýskri framleiðslu, enda er hún vönduð, en það er óeðlilegt að skila ár eftir ár viðskiptaafgangi sem nálgast núna 7% af VLF Þýskalands. Ekkert annað ríki í heiminum skilar meiri viðskiptaafgangi. Ben Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur fært fyrir því rök að þessi mikli viðskiptaafgangur Þjóðverja skapi ójafnvægi á myntsvæðiu, sé orðinn sjálfstætt vandamál og Þjóðverjar verði að gera eitthvað í sínum málum. Þýsk stjórnvöld hafa hins vegar ekki brugðist við með aðgerðum til að örva einkaneyslu og innflutning, t.d. með skattkerfisbreytingum eins og skattafslætti við fjárfestingu. Þá hafa þýsk stjórnvöld heldur ekki ráðist í samgönguúrbætur eins og vegagerð og brúarsmíði, sem gæti dregið úr þessum viðskiptaafgangi, þótt rík þörf sé á slíku í mörgum ríkjum Þýskalands og þótt þeir geti fjármagnað slíkt með skuldabréfum til tíu ára á 0,2% vöxtum sem er með því lægsta sem þekkist í heiminum og eru í reynd neikvæðir raunvextir þegar þeir hafa verið leiðréttir fyrir verðbólgu.Grískir borgarar bíða eftir að útibú banka í Aþenu opniVísir/APAtburðarrás: Staða Grikklands í sögulegu samhengi1981 1. janúarGrikkir ganga í ESB. Í kjölfarið verður efnahagsleg uppsveifla í landinu þar sem byggingariðnaður blómstrar, fjárfest er í innviðum ásamt því sem fjármunir frá ESB, ferðamannaiðnaði, vöruflutningum og þjónustugeiranum bættu efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar.2001 1. janúarGrikkir taka upp evru. (Gjaldmiðillinn sjálfur tekinn í notkun 1. janúar 2002) Á næstu sjö árum þrefaldaðist landsframleiðsla Grikkja. Grísk stjórnvöld, hvött áfram af framkvæmdastjórn ESB, Seðlabanka Evrópu (ECB), bankastofnunum í einkaeigu og grísku viðskiptalífi tóku há lán til uppbyggingar.2007-2010Alþjóðlega bankakrísan hafði mikil áhrif í Grikklandi en landsframleiðslan féll um nærri 20% á árunum 2008-2010. Geta stjórnvalda að greiða niður skuldir sínar minnkaði. Sósíalistaflokkurinn PASOK vinnur þingkosningar. Lánshæfiseinkunnir gríska ríkisins hrynja.2010 9. febrúarFyrsti niðurskurðarpakki ríkisstjórnar af alls sjö sem síðar komu kynntur og samþykktur. Pakkinn átti að spara tæpan milljarð evra í útgjöldum, með því meðal annars að frysta laun ríkisstarfsmanna, skera bónusa niður, yfirvinnu og ferðakostnað.George PapandreouVísir/Getty2010 23. apríl Þáverandi forsætsiráðherra, George Papandreou óskar formlega eftir alþjóðlegri fjárhagsaðstoð. ESB, ECB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) samþykkja að taka þátt. Í byrjun maí er samþykkt fyrsta fjárhagsaðstoðin til Grikkja. 110 milljarða evra yfir þrjú ár.2010 5. maí Miklar óeirðir í landinu og 48 klukkustunda allsherjar þjóðarverkfall. Þrír láta lífið.2010 7. júlí Þingið samþykkir breytingar á eftirlaunakerfinu, eftirlaunaaldurinn hækkaður úr 60 árum í 65 hjá konum. Greiðslur lækkaðar.2011 6. nóvember Papandreou forsætisráðherra segir af sér.Lucas PapademosVísir/Getty 2011 10. nóvember Lucas Papademos verður forsætisráðherra og leiðir nýja samsteypuríkisstjórn.2012 21. febrúar Annar fjárhagaðstoðarpakki samþykktur. Samtals nær fjárhagsaðstoð evruríkja og IMF 246 milljörðum fram að 2016.2012 4. apríl Fyrrverandi apótekari og ellilífeyrisþegi fremur sjálfsmorð við gríska þinghúsið til að mótmæla niðurskurði.Antonis SamarasVísir/Getty2012 6. maí Þingkosningar. Ekki tekst að mynda ríkisstjórn. Boðað til annarra kosninga 17. júní. Antonis Samaras verður forsætisráðherra nýrrar samsteypustjórnar. Niðurskurður heldur áfram, lífeyrisgreiðslur og laun opinberra starfsmanna lækkuð og ellilífeyrisaldur hækkaður í 67 ár.2013-2014 Gríðarleg ólga í grískum stjórnmálum, stokkað er upp í ríkisstjórn oftar en einu sinni.Alexis TsiprasVísir/Getty2015 25. janúar Kosningar þar sem flokkurinn Syriza vinnur stórsigur og mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðum Grikkjum. Alexis Tsipras verður forsætisráðherra og Yanis Varoufakis fjármálaráðherra.20. febrúar Lengt er í lánalínum Grikkja um fjóra mánuði.4. júní Grikkir biðja IMF að fresta afborgunum þar til í enda mánaðarins.27. júní Tsipras forsætisráðherra ákveður að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um efnahagsaðgerðir Grikkja og skilmála fjárhagsaðstoðarinnar þann 5. júlí.28. júní Tsipras tilkynnir að bankar verðir áfram lokaðir og setur gjaldeyrishöft þar sem aðeins er hægt að taka út 60 evrur á dag og erlendar greiðslur eru að mestu bannaðar.30. júní Grikkland borgar ekki af IMF láni.1-3. júlí 1.000 bankaútibú opna til að leyfa ellilífeyrisþegum að taka út 120 evrur fyrir vikuna, þar sem margir þeirra eiga ekki greiðslukort.5. júlí Atkvæðagreiðslan fer fram, yfir 61% hafna aðgerðum ESB, IMF og ECB.6. júlí Varoufakis fjármálaráðherra segir af sér. Euclid Tsakalotos tekur við.7. júlí Fjármálaráðherrar evruríkjanna funda með Grikkjum sem vilja nýjan samning um neyðaraðstoð.9. júlí Gríska ríkisstjórnin sendir frá sér tillögur um efnahagsúrbætur til lánadrottna. Talið er að þær feli í sér skattahækkanir, niðurskurð og frekari breytingar á lífeyriskerfinu. Samkvæmt grískum fjölmiðlum á að skera niður um 12 milljarða evra, sem er meiri niðurskurður en Grikkir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn.11. júlí Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu fara yfir tillögurnar í dag og leiðtogar Evrópusambandsins munu skoða þær á morgun. Mynd tekin á götu í Aþenu þar sem má sjá stjörnur Evrópusambandsins og þýska orðið NEIVísir/Getty Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Öll von er farin,“ segir Nikolia Apostolou, grísk samstarfskona mín hér í Aþenu. Apostolou er fulltrúi hámenntaðrar kynslóðar ungra Grikkja. Með meistarapróf í blaðamennsku frá Columbia-háskóla í New York. „Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin,“ segir hún og er þar að vísa til tillagna um efnahagsúrbætur sem gríska ríkisstjórnin sendi til Brussel fyrir miðnætti á fimmtudagskvöld. Tillögurnar, sem kosta um 12 milljarða evra, fela í sér umfangsmiklar skattkerfisbreytingar, niðurskurð í ríkisútgjöldum og sparnað. Samhliða því óska Grikkir eftir nýjum lánum upp á 53,5 milljarða evra auk endurskipulagningar á skuldum gríska ríkisins. Heildarskuldir þess nema 320 milljörðum evra eða 180% af vergri landsframleiðslu Grikklands en það er mat flestra að skuldastaða gríska ríkisins sé algjörlega ósjálfbær. Örlög grísks efnahagslífs gætu ráðist á sunnudag þegar farið verður yfir tillögur um efnahagsúrbætur á ríkjaráðstefnu í Brussel. Gríski seðlabankinn er að verða uppiskroppa með laust fé og Louka Katseli, seðlabankastjóri Grikklands, sagði við mig þegar ég ræddi við hana í síma á fimmtudag að án frekari lánveitinga ætti Seðlabanki Grikklands bara seðla til að anna eftirspurn úr hraðbönkum fram á mánudagskvöld. Allur innflutningur erfiðurKreppan hefur leikið grískt atvinnulíf grátt. Sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru kjölfestan í grísku efnahagslífi en 60 prósent allra fyrirtækja í Grikklandi eru með 10 starfsmenn eða færri samkvæmt tölum OECD. Gjaldeyrishöftin sem voru nýlega tekin upp í landinu bitna verst á þessum fyrirtækjum. Ólíkt því sem gildir á Íslandi þá eru vöru- og þjónustuviðskipti ekki undanþegin höftum í Grikklandi. Það þarf því undanþágur fyrir öllu. „Miklir erfiðleikar hafa steðjað að síðustu vikurnar og allur innflutningur er erfiður. Fyrirtæki í innflutningi geta ekki sent greiðslur til framleiðenda í Evrópu og öðrum ríkjum heims. Ég kýs skjótan dauðdaga í stað þess að þetta gerist svona hægt. Hver dagur er kvölin ein. Verslunum er lokað. Líf fólks er lagt í rúst. Kaupsýslumenn fremja sjálfsmorð. Þeir voru kannski vel stæðir og áttu allt en á einum degi eða viku hafa þeir misst allt sitt,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu. Það er engum vafa undirorpið að það eru erfiðir tímar framundan hjá Grikkjum hvort sem þeir verða áfram í myntsamstarfinu eða ekki. Það er ekki gert ráð fyrir því í regluverki Evrópska myntbandalagsins að ríki hætti í því eftir að hafa tekið upp evru og hin ríkin á evrusvæðinu vilja sennilega ekki taka áhættuna af því að Grikkir gangi út því slíkt gæti skapað hættulegt fordæmi. Þær raddir heyrast þó hátt í Þýskalandi að betra sé að Grikkir hætti í myntsamstarfinu. Þýska dagblaðið Bild birti í vikunni mynd af Angelu Merkel kanslara Þýskalands með prússneskan hjálm og sagði að nú þyrftu þjóðverjar „Járnkanslarann“ og krafðist í fyrirsögn að „engir nýir milljarðar“ yrðu lánaðir Grikkjum en án nýrra lána þurfa Grikkir að yfirgefa evrusvæðið. Alexis Tsipras, hinn ungi forsætisráðherra Grikkja, virðist ætla að leggja allt í sölurnar til að tryggja áframhaldandi veru Grikkja í myntsamstarfinu. Yanis Varoufakis, hinn vígreifi fjármálaráðherra Grikkja sem var ólatur við að sýna kröfuhöfum hnefann í ræðu og riti, hætti sem fjármálaráðherra á mánudag að beiðni Tsipras. Varoufakis, sem er hagfræðingur og sérfræðingur í leikjafræði, sagði við fjölmiðla hér í Aþenu að hann hefði hætt til að liðka fyrir samningum við lánardrottna Grikkja. Þessi ákvörðun Tsipras að fórna Varoufakis á altari diplómatískrar velvildar hinna evruríkjanna þykir vera til vitnis um ríkan samningsvilja enda lágu fyrir drög að efnahagsúrbótum fyrir Grikkland aðeins nokkrum sólarhringum síðar. Tsipras hefur lagt ríka áherslu á samstöðu um tillögurnar sem sendar voru til Brussel á fimmtudagskvöld en Panagiotis Lafazanis, umhverfis- og orkumálaráðherra Grikklands og liðsmaður Syriza, hefur þegar lýst sig andsnúinn þeim. Gríska þjóðþingið hafði ekki afgreitt tillögurnar þegar Fréttablaðið fór í prentun en frumvarp um þær átti að ganga til atkvæða eigi síðar en í dag. Þær koma síðan til umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni í Brussel á morgun, sunnudag.Angela Merkel, kanslari ÞýskalandsVísir/GettyÞjóðverjar við stjórnvölinn og bera mikla ábyrgð á ástandinuUm borð í flugi þýska flugfélagsins Lufthansa frá Frankfurt til Aþenu varð mér hugsað til þess gríðarlega aðstöðumunar sem er í dag á milli Þjóðverja og Grikkja. Grikkir bera auðvitað sjálfir mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem þeir eru í. Aðeins eitt ríki í heiminum skuldar meira sem hlutfall af landsframleiðslu en það er Japan. Skuldastaða Japan er samt ekki vandamál af sambærilegri stærðargráðu. Japanir eru ekki í myntsamstarfi og geta því brugðist við eigin vandamálum með aðferðum sem eru á færi ríkja sem reka eigin peningastefnu. Skattskil eru vandamál í Grikklandi og það skorti aðhald í ríkisfjármálum bæði fyrir og eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Þjóðverjar, lang öflugasta ríkið í Evrópusambandinu, bera hins vegar mikla ábyrgð á því að Grikkir náðu ekki viðspyrnu. Aðhaldskrafan sem gerð var til Grikkja, og var teiknuð var upp í Brussel og Berlín, varð til þess að dýpka kreppuna í Grikklandi. Atvinnuleysi nálgast nú 30% (er 60% meðal ungs fólks) og horfur eru dökkar. Þjóðverjar bera líka mikla ábyrgð á ójafnvægi á evrusvæðinu með eigin stefnu. Mikill viðskiptaafgangur Þjóðverja er að verða sjálfstætt vandamál. Þeir flytja miklu meira út en þeir kaupa sjálfir af öðrum ríkjum. Það er eðlilegt að mikil eftirspurn sé eftir þýskri framleiðslu, enda er hún vönduð, en það er óeðlilegt að skila ár eftir ár viðskiptaafgangi sem nálgast núna 7% af VLF Þýskalands. Ekkert annað ríki í heiminum skilar meiri viðskiptaafgangi. Ben Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur fært fyrir því rök að þessi mikli viðskiptaafgangur Þjóðverja skapi ójafnvægi á myntsvæðiu, sé orðinn sjálfstætt vandamál og Þjóðverjar verði að gera eitthvað í sínum málum. Þýsk stjórnvöld hafa hins vegar ekki brugðist við með aðgerðum til að örva einkaneyslu og innflutning, t.d. með skattkerfisbreytingum eins og skattafslætti við fjárfestingu. Þá hafa þýsk stjórnvöld heldur ekki ráðist í samgönguúrbætur eins og vegagerð og brúarsmíði, sem gæti dregið úr þessum viðskiptaafgangi, þótt rík þörf sé á slíku í mörgum ríkjum Þýskalands og þótt þeir geti fjármagnað slíkt með skuldabréfum til tíu ára á 0,2% vöxtum sem er með því lægsta sem þekkist í heiminum og eru í reynd neikvæðir raunvextir þegar þeir hafa verið leiðréttir fyrir verðbólgu.Grískir borgarar bíða eftir að útibú banka í Aþenu opniVísir/APAtburðarrás: Staða Grikklands í sögulegu samhengi1981 1. janúarGrikkir ganga í ESB. Í kjölfarið verður efnahagsleg uppsveifla í landinu þar sem byggingariðnaður blómstrar, fjárfest er í innviðum ásamt því sem fjármunir frá ESB, ferðamannaiðnaði, vöruflutningum og þjónustugeiranum bættu efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar.2001 1. janúarGrikkir taka upp evru. (Gjaldmiðillinn sjálfur tekinn í notkun 1. janúar 2002) Á næstu sjö árum þrefaldaðist landsframleiðsla Grikkja. Grísk stjórnvöld, hvött áfram af framkvæmdastjórn ESB, Seðlabanka Evrópu (ECB), bankastofnunum í einkaeigu og grísku viðskiptalífi tóku há lán til uppbyggingar.2007-2010Alþjóðlega bankakrísan hafði mikil áhrif í Grikklandi en landsframleiðslan féll um nærri 20% á árunum 2008-2010. Geta stjórnvalda að greiða niður skuldir sínar minnkaði. Sósíalistaflokkurinn PASOK vinnur þingkosningar. Lánshæfiseinkunnir gríska ríkisins hrynja.2010 9. febrúarFyrsti niðurskurðarpakki ríkisstjórnar af alls sjö sem síðar komu kynntur og samþykktur. Pakkinn átti að spara tæpan milljarð evra í útgjöldum, með því meðal annars að frysta laun ríkisstarfsmanna, skera bónusa niður, yfirvinnu og ferðakostnað.George PapandreouVísir/Getty2010 23. apríl Þáverandi forsætsiráðherra, George Papandreou óskar formlega eftir alþjóðlegri fjárhagsaðstoð. ESB, ECB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) samþykkja að taka þátt. Í byrjun maí er samþykkt fyrsta fjárhagsaðstoðin til Grikkja. 110 milljarða evra yfir þrjú ár.2010 5. maí Miklar óeirðir í landinu og 48 klukkustunda allsherjar þjóðarverkfall. Þrír láta lífið.2010 7. júlí Þingið samþykkir breytingar á eftirlaunakerfinu, eftirlaunaaldurinn hækkaður úr 60 árum í 65 hjá konum. Greiðslur lækkaðar.2011 6. nóvember Papandreou forsætisráðherra segir af sér.Lucas PapademosVísir/Getty 2011 10. nóvember Lucas Papademos verður forsætisráðherra og leiðir nýja samsteypuríkisstjórn.2012 21. febrúar Annar fjárhagaðstoðarpakki samþykktur. Samtals nær fjárhagsaðstoð evruríkja og IMF 246 milljörðum fram að 2016.2012 4. apríl Fyrrverandi apótekari og ellilífeyrisþegi fremur sjálfsmorð við gríska þinghúsið til að mótmæla niðurskurði.Antonis SamarasVísir/Getty2012 6. maí Þingkosningar. Ekki tekst að mynda ríkisstjórn. Boðað til annarra kosninga 17. júní. Antonis Samaras verður forsætisráðherra nýrrar samsteypustjórnar. Niðurskurður heldur áfram, lífeyrisgreiðslur og laun opinberra starfsmanna lækkuð og ellilífeyrisaldur hækkaður í 67 ár.2013-2014 Gríðarleg ólga í grískum stjórnmálum, stokkað er upp í ríkisstjórn oftar en einu sinni.Alexis TsiprasVísir/Getty2015 25. janúar Kosningar þar sem flokkurinn Syriza vinnur stórsigur og mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðum Grikkjum. Alexis Tsipras verður forsætisráðherra og Yanis Varoufakis fjármálaráðherra.20. febrúar Lengt er í lánalínum Grikkja um fjóra mánuði.4. júní Grikkir biðja IMF að fresta afborgunum þar til í enda mánaðarins.27. júní Tsipras forsætisráðherra ákveður að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um efnahagsaðgerðir Grikkja og skilmála fjárhagsaðstoðarinnar þann 5. júlí.28. júní Tsipras tilkynnir að bankar verðir áfram lokaðir og setur gjaldeyrishöft þar sem aðeins er hægt að taka út 60 evrur á dag og erlendar greiðslur eru að mestu bannaðar.30. júní Grikkland borgar ekki af IMF láni.1-3. júlí 1.000 bankaútibú opna til að leyfa ellilífeyrisþegum að taka út 120 evrur fyrir vikuna, þar sem margir þeirra eiga ekki greiðslukort.5. júlí Atkvæðagreiðslan fer fram, yfir 61% hafna aðgerðum ESB, IMF og ECB.6. júlí Varoufakis fjármálaráðherra segir af sér. Euclid Tsakalotos tekur við.7. júlí Fjármálaráðherrar evruríkjanna funda með Grikkjum sem vilja nýjan samning um neyðaraðstoð.9. júlí Gríska ríkisstjórnin sendir frá sér tillögur um efnahagsúrbætur til lánadrottna. Talið er að þær feli í sér skattahækkanir, niðurskurð og frekari breytingar á lífeyriskerfinu. Samkvæmt grískum fjölmiðlum á að skera niður um 12 milljarða evra, sem er meiri niðurskurður en Grikkir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn.11. júlí Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu fara yfir tillögurnar í dag og leiðtogar Evrópusambandsins munu skoða þær á morgun. Mynd tekin á götu í Aþenu þar sem má sjá stjörnur Evrópusambandsins og þýska orðið NEIVísir/Getty
Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira