Íslenski boltinn

Tveir leikir hjá Ian Jeffs í dag, annar í Eyjum en hinn á Skipaskaga

Ian Jeffs á nokkuð þéttan dag fyrir höndum.
Ian Jeffs á nokkuð þéttan dag fyrir höndum. vísir/vilhelm
Það verður í nógu að snúast hjá Ian Jeffs í dag. Hann er leikmaður karlaliðs ÍBV ásamt því að þjálfari kvennaliðs ÍBV en bæði liðin leika í Pepsi-deildunum í dag.

Kl. 12:30 hefst leikur ÍBV og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í Vestmannaeyjum og kl. 17:00 hefst leikur ÍA og ÍBV í Pepsi-deild karla á Akranesi.

Það er því ljóst að Ian Jeffs þarf að koma sér með hraði frá Eyjum strax að leik loknum og bruna upp á Skipaskaga en alla jafna vilja leikmenn vera komnir á völlinn a.m.k. einum og hálfum klukkutíma fyrir leik.

Leikur ÍBV og Þórs/KA er eini leikur dagsins í Pepsi-deild kvenna en þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla. Eins og fyrr segir taka Skagamenn á móti ÍBV kl. 17:00 en kl. 19:15 mætast annars vegar Reykjavíkurliðin Víkingur og KR í Víkinni og hins vegar FH og Fylkir í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×