Röng forgangsröðun í bankakerfinu Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júlí 2015 08:57 Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira