Lokaði síðu til stuðnings framboðs Ólafs Ragnars: „Búinn að sýna sitt rétta innræti“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2015 13:45 „Hann er búinn að sýna sitt rétta innræti,“ sagði hagfræðingurinn Guðmundur Franklín Jónsson um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í þættinum Harmageddon í morgun. Það vakti athygli þáttastjórnenda Harmageddon að búið var að loka Facebook-síðunni þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2016 og sitja í því embætti til 2020. Guðmundur Franklín var maðurinn á bak við síðuna og ákváðu þeir Frosti Logason og Máni Pétursson að heyra í honum hljóðið og spyrja hvers vegna hann ákvað að loka síðunni. Guðmundur Franklín byrjaði á að segja að hann hefði í raun aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars. Hann hefði sett þessa síðu upp af praktískum ástæðum því það yrði ódýrara fyrir þjóðina að hafa Ólaf áfram sem forseta í stað þess að kjósa nýjan forseta og hafa Ólaf á eftirlaunum. Guðmundur Franklín sagðist hins vegar hafa lokað síðunni vegna þess að Ólafur Ragnar hefði sýnt sitt rétta innræti.Dorrit Moussaief og Ólafur Ragnar heisla upp á Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur. „Fyrir það fyrsta var 35 ára samsæti niður á Lækjartorgi fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur og hann lét sig vanta þar, hann hefði alveg getað mætt. Hefði hann verið í opinberri heimsókn þá hefði maður skilið það. En að vera að stanga úr tönnunum fyrir framan flottasta restaurant í London með Goldman Sachs og Black Stone, sem er bandarískur vogunarsjóður, það finnst mér varla hægt,“ sagði Guðmundur Franklín. Vísar Guðmundur Franklín þar til fundar sem Ólafur Ragnar sótti til heiðurs stjórnar Goldman Sachs bankans en síðar um kvöldið sótti hann kvöldverð sem forstjóri Arcelor Mittal, Lakshimi Mittal, boðaði til heiðurs bankanum.Sjá einnig: Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta „Þetta finnst mér varla hægt. Hann var í London og var að sinna þeim erindagjörðum að borða með þessum mönnum sem hafa valdið Grikklandi hvað mestum þjáningum. Í framhaldi af því hefur ekki heyrst bofs frá honum í sambandi við Grikkland.“ Guðmundur Franklín sagði Ólaf Ragnar einnig fá of mikið lof varðandi Icesave-deiluna. Sagði hann þjóðina hafa stöðvað samninginn með atkvæðagreiðslunni. Ólafur Ragnar hefði ekki haft neitt val um hana, hann gat ekki annað en boðað til hennar að mati Guðmundar. „Hann þurfti ekki þessar undirskriftir, hann átti bara að gera það sjálfur út frá eigin visku.“Ólafur og Dorrit. Vísir/Anton Brink. Þá nefndi Guðmundur Franklín að eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, hefði flutt lögheimili sitt frá Íslandi til Bretlands í desember árið 2012 en það gerði Dorrit að eigin sögn á grundvelli skattalaga til að geta sinnt vinnu sinni og öldruðum foreldrum í Lundúnum þegar horfur voru á að Ólafur Ragnar yrði ekki lengur forseti.Sjá einnig: Dorrit gerði ráð fyrir að Ólafur yrði ekki forseti Hann sagði auk þess enga spennu fyrir síðunni. Rétt rúmlega þúsund manns hefðu „lækað“ hana. „Svo var fólk að ónáða mig og spyrja mig hvernig mér dytti þetta til hugar og benda mér á allskonar hluti. Þannig að ég nennti ekki að taka þátt í þessu. Það verður að vera einhver annar.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta Stofnuð hefur verið fésbókarsíða þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands á næsta ári. Stofnandi síðunnar á von á því að margir muni taka undir þessa áskorun. 31. janúar 2015 12:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Hann er búinn að sýna sitt rétta innræti,“ sagði hagfræðingurinn Guðmundur Franklín Jónsson um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í þættinum Harmageddon í morgun. Það vakti athygli þáttastjórnenda Harmageddon að búið var að loka Facebook-síðunni þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2016 og sitja í því embætti til 2020. Guðmundur Franklín var maðurinn á bak við síðuna og ákváðu þeir Frosti Logason og Máni Pétursson að heyra í honum hljóðið og spyrja hvers vegna hann ákvað að loka síðunni. Guðmundur Franklín byrjaði á að segja að hann hefði í raun aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars. Hann hefði sett þessa síðu upp af praktískum ástæðum því það yrði ódýrara fyrir þjóðina að hafa Ólaf áfram sem forseta í stað þess að kjósa nýjan forseta og hafa Ólaf á eftirlaunum. Guðmundur Franklín sagðist hins vegar hafa lokað síðunni vegna þess að Ólafur Ragnar hefði sýnt sitt rétta innræti.Dorrit Moussaief og Ólafur Ragnar heisla upp á Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur. „Fyrir það fyrsta var 35 ára samsæti niður á Lækjartorgi fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur og hann lét sig vanta þar, hann hefði alveg getað mætt. Hefði hann verið í opinberri heimsókn þá hefði maður skilið það. En að vera að stanga úr tönnunum fyrir framan flottasta restaurant í London með Goldman Sachs og Black Stone, sem er bandarískur vogunarsjóður, það finnst mér varla hægt,“ sagði Guðmundur Franklín. Vísar Guðmundur Franklín þar til fundar sem Ólafur Ragnar sótti til heiðurs stjórnar Goldman Sachs bankans en síðar um kvöldið sótti hann kvöldverð sem forstjóri Arcelor Mittal, Lakshimi Mittal, boðaði til heiðurs bankanum.Sjá einnig: Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta „Þetta finnst mér varla hægt. Hann var í London og var að sinna þeim erindagjörðum að borða með þessum mönnum sem hafa valdið Grikklandi hvað mestum þjáningum. Í framhaldi af því hefur ekki heyrst bofs frá honum í sambandi við Grikkland.“ Guðmundur Franklín sagði Ólaf Ragnar einnig fá of mikið lof varðandi Icesave-deiluna. Sagði hann þjóðina hafa stöðvað samninginn með atkvæðagreiðslunni. Ólafur Ragnar hefði ekki haft neitt val um hana, hann gat ekki annað en boðað til hennar að mati Guðmundar. „Hann þurfti ekki þessar undirskriftir, hann átti bara að gera það sjálfur út frá eigin visku.“Ólafur og Dorrit. Vísir/Anton Brink. Þá nefndi Guðmundur Franklín að eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, hefði flutt lögheimili sitt frá Íslandi til Bretlands í desember árið 2012 en það gerði Dorrit að eigin sögn á grundvelli skattalaga til að geta sinnt vinnu sinni og öldruðum foreldrum í Lundúnum þegar horfur voru á að Ólafur Ragnar yrði ekki lengur forseti.Sjá einnig: Dorrit gerði ráð fyrir að Ólafur yrði ekki forseti Hann sagði auk þess enga spennu fyrir síðunni. Rétt rúmlega þúsund manns hefðu „lækað“ hana. „Svo var fólk að ónáða mig og spyrja mig hvernig mér dytti þetta til hugar og benda mér á allskonar hluti. Þannig að ég nennti ekki að taka þátt í þessu. Það verður að vera einhver annar.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta Stofnuð hefur verið fésbókarsíða þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands á næsta ári. Stofnandi síðunnar á von á því að margir muni taka undir þessa áskorun. 31. janúar 2015 12:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Skora á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta Stofnuð hefur verið fésbókarsíða þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands á næsta ári. Stofnandi síðunnar á von á því að margir muni taka undir þessa áskorun. 31. janúar 2015 12:17