Félagsmenn allra aðildarfélaga Samiðnar, sambands iðnfélaga, samþykktu kjarasamning Samiðnar við Samtök atvinnulífsins utan Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldu samninginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samiðn.
Samningar Samiðnar við Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins voru einnig samþykktir.
Samningur Samiðnar við Meistarafélag pípulagningamanna var felldur.
