Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 17:06 Hér má sjá ferðamanna pissa á Þingvöllum. vísir/pjetur Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00