Erlent

2.700 flóttamönnum bjargað í nótt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum og fluttu fólkið til Ítalíu.
Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum og fluttu fólkið til Ítalíu. Vísir/EPA
Um 2.700 flóttamönnum var bjargað af þrettán bátum við strendur Líbíu í nótt. Flestir flóttamennirnir koma frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum í Norður-Afríku. 

Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum ásamt ítalska sjóhernum og strandgæslunni.

Áætlað er að 150 þúsund flóttamenn hafi komið til Evrópu yfir Miðjarðarhafið það sem af er ári en yfir 1.900 hafa drukknað á leiðinni, sem er tvöfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×