Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. júlí 2015 13:01 Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. Vísir/Vilhelm Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira