Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. júlí 2015 12:15 Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem greidd verða atkvæði um aðgerðir til að leysa skuldavanda þjóðarinnar. Vísir/AFP Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann. Grikkland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann.
Grikkland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira