Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. júlí 2015 12:15 Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem greidd verða atkvæði um aðgerðir til að leysa skuldavanda þjóðarinnar. Vísir/AFP Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann. Grikkland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann.
Grikkland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira