Tsipras skorar á Grikki að fella tilboð lánadrottna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 18:50 Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag. Grikkland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag.
Grikkland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira