Tsipras skorar á Grikki að fella tilboð lánadrottna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 18:50 Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag. Grikkland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag.
Grikkland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira