Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2015 11:53 Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016. Alþingi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016.
Alþingi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira