Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2015 11:53 Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016. Alþingi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016.
Alþingi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira