„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2015 15:18 Gamli Gaukurinn er einn þeirra staða sem mun taka breytingum. vísir/pjetur „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“ Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira
„Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira