„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2015 15:18 Gamli Gaukurinn er einn þeirra staða sem mun taka breytingum. vísir/pjetur „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“ Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira
„Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira