Míkrónesía með markatöluna 0-114 í þremur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 11:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn. Fótbolti Míkrónesía Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Lierpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Í beinni: Brighton - Man. City | Ná Haaland og félagar sér aftur á strik? Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Sjá meira
Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn.
Fótbolti Míkrónesía Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Lierpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Í beinni: Brighton - Man. City | Ná Haaland og félagar sér aftur á strik? Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Sjá meira