Næstu klukkustundir „gífurlega mikilvægar“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 14:17 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/EPA Stjórnvöld Grikklands keppast nú við að leggja lokahönd á tillögur þeirra gegn skuldavanda ríkisins. Grikkir hafa til tíu í kvöld að íslenskum tíma til að skila inn tillögum að þriðju neyðaraðstoð þeirra og koma í veg fyrir mögulega útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Kröfuhafar þeirra munu svo fara yfir tillögurnar og fjallað verður um þær á leiðtogafundi Evrópusambandsins á sunnudaginn. Á vef AP fréttaveitunnar segir að menn séu vongóður um að deiluaðilar muni komast að samningi eftir að Donald Tusk, sem mun stýra fundinum á sunnudaginn, sagði að tillögum Grikkja þyrfti að fylgja tillögur frá kröfuhöfunum. Þær tillögur ættu að snúa að því hvernig hægt væri að gera skuldir Grikkja viðráðanlegar til langs tíma. Hvort að fella eigi niður hluta af skuldum Grikkja hefur leitt til mikilla deilna síðustu mánuði. Meðal þeirra sem hafa verið hlynntir því eru Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og auðvitað Grikkir. Þjóðverjar hafa hins vegar verið hvað mest á móti þeirri hugmynd og segja að eina leiðin sé að Grikkir dragi saman seglin, lækki lífeyri og hækki skatta. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að næstu klukkustundir verði gífurlega mikilvægar. Ríkisstjórn hans er nú á fundi þar sem tillögur þeirra eru ræddar samkvæmt BBC. Búið er að gefa út að bankar í grikklandi verða lokaðir fram á mánudag sem og þær takmarkanir sem hafa verið á því hvað fólk geti tekið út mikið úr hraðbönkum. Bankakerfi Grikklands er sagt vera að hruni komið. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir lofa að skila tillögum á fimmtudag Alexis Tsipras ávarpaði Evrópuþingið í gær og uppskar misjöfn viðbrögð evrópsku þingmannanna. 9. júlí 2015 07:00 Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12 Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórnvöld Grikklands keppast nú við að leggja lokahönd á tillögur þeirra gegn skuldavanda ríkisins. Grikkir hafa til tíu í kvöld að íslenskum tíma til að skila inn tillögum að þriðju neyðaraðstoð þeirra og koma í veg fyrir mögulega útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Kröfuhafar þeirra munu svo fara yfir tillögurnar og fjallað verður um þær á leiðtogafundi Evrópusambandsins á sunnudaginn. Á vef AP fréttaveitunnar segir að menn séu vongóður um að deiluaðilar muni komast að samningi eftir að Donald Tusk, sem mun stýra fundinum á sunnudaginn, sagði að tillögum Grikkja þyrfti að fylgja tillögur frá kröfuhöfunum. Þær tillögur ættu að snúa að því hvernig hægt væri að gera skuldir Grikkja viðráðanlegar til langs tíma. Hvort að fella eigi niður hluta af skuldum Grikkja hefur leitt til mikilla deilna síðustu mánuði. Meðal þeirra sem hafa verið hlynntir því eru Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og auðvitað Grikkir. Þjóðverjar hafa hins vegar verið hvað mest á móti þeirri hugmynd og segja að eina leiðin sé að Grikkir dragi saman seglin, lækki lífeyri og hækki skatta. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að næstu klukkustundir verði gífurlega mikilvægar. Ríkisstjórn hans er nú á fundi þar sem tillögur þeirra eru ræddar samkvæmt BBC. Búið er að gefa út að bankar í grikklandi verða lokaðir fram á mánudag sem og þær takmarkanir sem hafa verið á því hvað fólk geti tekið út mikið úr hraðbönkum. Bankakerfi Grikklands er sagt vera að hruni komið.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir lofa að skila tillögum á fimmtudag Alexis Tsipras ávarpaði Evrópuþingið í gær og uppskar misjöfn viðbrögð evrópsku þingmannanna. 9. júlí 2015 07:00 Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12 Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Grikkir lofa að skila tillögum á fimmtudag Alexis Tsipras ávarpaði Evrópuþingið í gær og uppskar misjöfn viðbrögð evrópsku þingmannanna. 9. júlí 2015 07:00
Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12
Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09