QuizUp komið út fyrir Windows-síma 21. júní 2015 16:07 Spurningaleikurinn vinsæli eykur sífellt umsvif sín. QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga. Leikjavísir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga.
Leikjavísir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira