Hafdís Sigurðardóttir stóð sig frábærlega í Evrópukeppni landsliða í frjálsum en Ísland tók þátt í 2. deildinni sem fram fór í Stara Zagora í Búlgaríu.
Hafdís vann langstökkskeppnina með því að stökkva 6,45 metra og jafna Íslandsmet sitt frá því í vor. Þetta frábæra stökk færði Íslandi því átta mikilvæg stig í stigakeppninni.
Hafdís vann langstökkið með 14 sentímetra mun sem er frábær frammistaða hjá henni en Hafdís varð í 3. sæti í 400 metra hlaupi í gær og hjálpaði boðhlaupssveitinni að ná öðrum besta tíma frá upphafi.
Ásdís Hjálmsdóttir varð í 4. sæti í kúluvarpinu þar sem hún kastaði 14,58 metra og bætti sig um sex sentímetra.
Hlynur Andrésson nældi sér í 4. sætið í 3000 metra hlaupi en hann kom í mark á nýju persónulegu meti eða 8:31.62 mínútum. Hann hækkaði sig þar með um þrettán sæti á afrekalista Íslands í þessari grein.
Hafdís jafnaði Íslandsmetið og vann langstökkið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn