Innlent

Kjarasamningar VR og atvinnurekenda samþykktir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kjarasamningar VR og atvinnurekenda voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR.

Skrifað var undir samningana þann 29. maí síðastliðinn og atkvæðagreiðsla um þá hófst þann 10. júní.

„Greidd voru atkvæði um tvo samninga og voru niðurstöður sem hér segir:  Samningur VR og Samtaka atvinnulífsins: Já sögðu 3.786 eða 73,9% en nei sögðu 1.216 eða 23,8% Alls tóku 118 eða 2,3% ekki afstöðu til samningsins. Á kjörskrá voru 27.371 og kosningaþátttaka var því 18,71%,” segir í fréttatilkynningunni. „Samningur VR og Félags atvinnurekenda: Já sögðu 155 eða 72,4% en nei sögðu 57 eða 26,6% Alls tóku 2 eða 0,9% ekki afstöðu til samningsins. Á kjörskrá voru 818 og kosningaþátttaka var því 26,16%.

Þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er meiri í ár en hún hefur verið undanfarinn áratug, hæst var hún 15,5% árið 2011 en innan við 10% árið 2004.”

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir í tilkynningunni ánægjulegt að samningarnir hafi verið samþykktir með afgerandi meirihluta og að félagsmenn hafi með þessari niðurstöðu lýst yfir samþykki sínu við þær áherslur sem VR lagði upp með strax í upphafi samningaviðræðna.

„Það er ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en okkar launamanna að þessi kjarasamningar skili þeim ávinningi sem að er stefnt og stuðli að stöðugleika,“ segir Ólafía. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016.“


Tengdar fréttir

Vöffluveisla hjá VR

Samingurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×