Vilja öll afnema bann við guðlasti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:15 Unnur Brá er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni. Alþingi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni.
Alþingi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira