Íslenski boltinn

Emil: Blendnar tilfinningar hjá mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil í leik með Fjölni.
Emil í leik með Fjölni. Vísir/Vilhelm
Emil Pálsson hefur verið kallaður aftur í FH eftir að hafa verið í láni hjá Fjölni eins og áður hefur komið fram.

Emil hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá Fjölni sem er hefur komið liða mest á óvart og er í 3.-4. sæti deildarinnar ásamt KR með sautján stig.

Meiðsli Sam Hewson hafa hins vegar sett strik í reikninginn hjá FH auk þess sem að liðið þarf að skila inn leikmannalista sínum fyrir þátttökuna í forkeppni Evrópudeild UEFA.

„Það er ánægjulegt að vera kominn aftur í FH en auðvitað eru þetta blendnar tilfinningar og erfitt að skilja við Fjölni nú,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag.

FH mætir finnska liðinu SJK á útivelli í næstu viku og vill Emil taka þátt í Evrópuævintýri FH-inga.

„Auðvitað vil ég það. Það er það sem allir leikmenn á Íslandi vilja gera - að spila í Evrópukeppni. Það var eitt af því sem ég sá mest eftir við það að fara frá FH í Fjölni á sínum tíma en nú fæ ég vonandi að taka þátt í því.“

Vísir/Valli
Hann segist hafa grætt heilmikið af því að spila með Fjölni í sumar. „Ég sé ekki eftir einni mínútu í Fjölni. Það var mjög vel tekið á móti mér og mér finnst að ég sé orðinn betri fótboltamaður.“

„Ég spilaði mikið sem var gott fyrir sjálfstraustið og fannst að ég stóð mig vel. Liðin gekk vel og það er gott að skilja við Fjölni í 3.-4. sæti en ekki í fallbaráttu. Ég vona innilega að þeim gangi sem allra best og nái sínum markmiðum.“

Næsti leikur FH verður einmitt gegn Fjölni á sunnudag en Emil verður í banni í þeim leik.

„Það hefði verið skrýtið að koma aftur í FH og byrja strax á því að spila við Fjölni. En ég mæti vonandi ferskur í næsta leik [sem er gegn SJK] og vonandi fæ ég tækifæri í honum.“


Tengdar fréttir

FH kallar Emil úr láni

FH, topplið Pepsi-deildar karla, er búið að kalla Emil Pálsson til baka úr láni hjá Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×