Skilur yfirlýsingar Sigmundar um fylgi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. júní 2015 12:15 Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að auðvitað þætti pólitískum andstæðingum það áhyggjuefni ef flokkurinn fengi 30-40 prósenta fylgi í kosningum. vísir/gva Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06