Sprengitoppar í fjölda ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 12:01 Skemmtiferðaskipið Splendida í Sundahöfn í gær en það kom til Ísafjarðar í morgun. Um 4600 manns ferðast með skipinu. vísir/andri marinó Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10