Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 13:15 Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason voru allir ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu. vísir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu vegna markaðsmisnotkunarmálsins svokallaða. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag en Hreiðar hafði áður verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir Al Thani-málið.Click here for an English version Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, fyrir sína aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna málsins sem dæmt var í í dag. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir markaðsmisnotkunarmálið en hann var ekki á meðal ákærðu í Al Thani málinu. Þremenningarnir voru allir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var einnig ákærður fyrir umboðssvik en ákveðnum hlutum ákærunnar á hendur honum var vísað frá dómi. Var hann sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir. Bjarki Diego, sem sat í lánanefnd Kaupþings, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá var Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd bankans sýknuð af ákæru um umboðssvik. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu vegna markaðsmisnotkunarmálsins svokallaða. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag en Hreiðar hafði áður verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir Al Thani-málið.Click here for an English version Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, fyrir sína aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna málsins sem dæmt var í í dag. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir markaðsmisnotkunarmálið en hann var ekki á meðal ákærðu í Al Thani málinu. Þremenningarnir voru allir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var einnig ákærður fyrir umboðssvik en ákveðnum hlutum ákærunnar á hendur honum var vísað frá dómi. Var hann sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir. Bjarki Diego, sem sat í lánanefnd Kaupþings, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá var Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd bankans sýknuð af ákæru um umboðssvik.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11
Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19
Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48
Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15