„Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 16:16 Frá aðalmeðferð málsins í maí síðastliðnum. vísir/gva Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15