Enski boltinn

Celtic styrkir sig fyrir leikina gegn Stjörnunni með varnarmanni United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janko í leik með Bolton.
Janko í leik með Bolton. vísir/getty
Celtic, mótherji Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, eru í viðræður við Manchester United um kaup á varnarmanni United, Saidy Janko.

Þessi 19 ára gamli Svisslendingur var á láni hjá Bolton á síðasta tímabili þar sem hann spilaði undir stjórn fyrrum stjóra Celtic, Neil Lennon.

Janko getur spilað sem miðvörður eða á miðjunni, en hann var í Glasgow á þriðjduag þar sem hann var í viðræðum við skoska liðið. Hann gekk í raðir United frá FC Zurich árið 2013, en hann hefur einungis leikið einn aðalliðsleik.

Kappinn spilaði 10 leiki með Bolton í fyrra og skoraði meðal annars í opnunarleik sínum, gegn Fulham, í febrúar. Hann gæti orðið annar leikmaðurinn sem Celtic fær frá Manchester-borg, en þeir fengu Dedryck Boyata frá City á dögunum.

Stjarnan mætir Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar, en fyrri leikur liðanna fer fram þrettánda júlí í Glasgow og sá síðari viku síðar á Samsung-vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×