Lars Lökke Rasmussen nýr forsætisráðherra Danmerkur Samúel Karl Ólason og Sveinn Arnarsson skrifa 28. júní 2015 11:31 Lars Lökke Rasmussen ásamt ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/EPA Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49
Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22