Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 11:30 Jean-Claude Juncker sakaði Grikklandsstjórn um eigingirni og popúlisma. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“. Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“.
Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36