Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 15:15 Þorsteinn Már á fullri ferð í leik gegn ÍBV. vísir/stefán Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira