Mögulegur úrslitafundur í deilunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2015 12:02 Frá fyrri samningafundi. Vísir/Valli Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason. Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason.
Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira