Innlent

Ríkissáttasemjari sleit fundi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá fundi kvöldsins.
Frá fundi kvöldsins. Vísir/Ernir
Ríkissáttasemjari sleit fundi við samninganefnd Bandalags háskólamanna nú rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Í dag er 65. verkfallsdagur fimm aðildarfélaga BHM og tíunda vika í verkfalli að hefjast hjá þeim hópum.

Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður á Landspítalanaum, auk lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Þá eru aðgerðir ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri á 63. degi, en þar hafa verið lögð niður störf á mánudögum og fimmtudögum.

Aðrir hópar BHM hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur, eða frá 20. apríl. Þar eru undir hópar háskólamenntaðra starfsmanna Matvælastofnunar, náttúrufræðingar og aðrir háskólamenn hjá Matvælastofnun, auk dýralækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×