Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Bjarki Ármannsson skrifar 11. júní 2015 10:36 Áhrif verkfallsins á starfsemi Landspítalans eru mikil og alvarleg. Vísir/Vilhelm Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00
Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34