Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Bjarki Ármannsson skrifar 11. júní 2015 17:01 Hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu. Vísir/Vilhelm Óróa og óánægju gætir meðal hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítalans sem margir hverjir hafa þurft að vinna ótal aukavaktir því að verkfall hófst. Þeir segja að óvenju mörg bráðatilfelli hafi komið upp á síðustu tveimur vikum og að aukamannskap hafi þurft að kalla út á hverjum degi, mest ellefu manns.Aðeins tveir dagar liðið án of margra tilfella Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæslu- og vöknunardeildar Landspítalans í Fossvogi, segir að frá því að verkfall hófst fyrir um hálfum mánuði hafi engan veginn verið hægt að sinna deildinni með þeim lágmarksmannskap sem þeim er ætlað að vera með.Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir.Vísir/Vilhelm„Á hverjum degi eru vanalega 28 hjúkrunarfræðingar á vakt, núna samkvæmt öryggismönnun eru þeir fimmtán,“ segir Kristín. „Við erum með tíu pláss á gjörgæslu, þannig að við eigum að geta tekið við tíu sjúklingum. Núna getum við tekið við svona fjórum til fimm.“ Kristín segir hinsvegar að fjöldi hjúkrunarfræðinga samkvæmt öryggismönnun hafi ekki dugað til að sinna þeim sjúklingafjölda sem verið hefur, nema síðustu tvo daga. Að meðaltali hafi þurft að kalla út sex til sjö manns á vakt á dag, en ekki sé á mörgum að hlaupa þar sem sumarfrí er einnig skollið á í deildinni. „Á fimmtudaginn var mikil slysaalda sem gekk yfir,“ segir Kristín. „Við kölluðum út tíu manns á engum tíma og starfsfólk hringdi líka inn. Fólk las um þetta í fréttum áður en við vissum að við ættum von á sjúklingum og var að spyrja hvort það ætti að koma, hvað það gæti gert.“ Kristín segir hjúkrunarfræðinga ekki vongóða um að það takist að semja um kjör úr því sem komið er og óttast mjög að lög verði sett á verkfallið.Hildur Dís Kristjánsdóttir.Vísir/Vilhelm„Biðlund fólks er eiginlega búin,“ segir hún. „Ef þeir setja á okkur lög núna, að mínu mati, mun það bara flýta því að fólk taki ákvörðun um að segja upp. Alveg klárlega, því það er sóst eftir okkar fólki. Það er hringt í okkur trekk í trekk frá Skandinavíu og þeim boðin staða á hærri launum.“ Kristín leggur áherslu á það að stór hluti hjúkrunarfræðinga deildarinnar hefur margra ára reynslu og sérnám að baki, auk þess sem aðlögunar- og reynslutími nýrra hjúkrunarfræðinga er tvö ár. Því sé um mjög verðmætt starfsfólk að ræða fyrir stofnunina. „Ég finn einlægan áhuga fólks á þessari vinnu,“ segir hún. „Fólk er togað á milli þess að sækja sér vinnu í Skandinavíu og að vera hér heima áfram að sinna skjólstæðingum okkar. „Okkur gefinn fingurinn með lagasetningu“Hildur Dís Kristjánsdóttir, starfandi hjúkrunarfræðingur á deildinni, tekur undir það að starfsfólk sé ansi smeykt við að samningar takist ekki og sé byrjað að hugsa um að segja upp. Hún hafi sjálf leitt hugann að því. „Það er búið að vera mjög mikið álag hérna á gjörgæslunni og þeir sem eru mest búnir að vinna hérna síðan verkfallið byrjaði eru eiginlega bara orðnir bugaðir,“ segir Hildur Dís. „Ég held að það séu einhverjir sem eru komnir það langt í þessu ferli að þeir muni ekkert hætta við þó að það semjist. Það þarf að koma ansi góður samningur til að þeir komi til baka.“ Hún segir að allir væru þegar farnir ef ekki væri jafn gaman í vinnunni og raun ber vitni. Mikill samhugur sé meðal hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem hafi undanfarið reglulega hist utan vinnu til að stappa í hvort annað stálinu og halda hópnum saman. „En það er komin þreyta og maður sér að glampinn er farinn úr augunum á mörgum,“ segir Hildur. „Ef það kæmi lagasetning, myndi okkur bara finnast að það væri verið að gefa okkur fingurinn. Ríkið er vinnuveitandinn okkar, það er vinnuveitandinn sem væri að setja á okkur lög.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Óróa og óánægju gætir meðal hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítalans sem margir hverjir hafa þurft að vinna ótal aukavaktir því að verkfall hófst. Þeir segja að óvenju mörg bráðatilfelli hafi komið upp á síðustu tveimur vikum og að aukamannskap hafi þurft að kalla út á hverjum degi, mest ellefu manns.Aðeins tveir dagar liðið án of margra tilfella Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæslu- og vöknunardeildar Landspítalans í Fossvogi, segir að frá því að verkfall hófst fyrir um hálfum mánuði hafi engan veginn verið hægt að sinna deildinni með þeim lágmarksmannskap sem þeim er ætlað að vera með.Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir.Vísir/Vilhelm„Á hverjum degi eru vanalega 28 hjúkrunarfræðingar á vakt, núna samkvæmt öryggismönnun eru þeir fimmtán,“ segir Kristín. „Við erum með tíu pláss á gjörgæslu, þannig að við eigum að geta tekið við tíu sjúklingum. Núna getum við tekið við svona fjórum til fimm.“ Kristín segir hinsvegar að fjöldi hjúkrunarfræðinga samkvæmt öryggismönnun hafi ekki dugað til að sinna þeim sjúklingafjölda sem verið hefur, nema síðustu tvo daga. Að meðaltali hafi þurft að kalla út sex til sjö manns á vakt á dag, en ekki sé á mörgum að hlaupa þar sem sumarfrí er einnig skollið á í deildinni. „Á fimmtudaginn var mikil slysaalda sem gekk yfir,“ segir Kristín. „Við kölluðum út tíu manns á engum tíma og starfsfólk hringdi líka inn. Fólk las um þetta í fréttum áður en við vissum að við ættum von á sjúklingum og var að spyrja hvort það ætti að koma, hvað það gæti gert.“ Kristín segir hjúkrunarfræðinga ekki vongóða um að það takist að semja um kjör úr því sem komið er og óttast mjög að lög verði sett á verkfallið.Hildur Dís Kristjánsdóttir.Vísir/Vilhelm„Biðlund fólks er eiginlega búin,“ segir hún. „Ef þeir setja á okkur lög núna, að mínu mati, mun það bara flýta því að fólk taki ákvörðun um að segja upp. Alveg klárlega, því það er sóst eftir okkar fólki. Það er hringt í okkur trekk í trekk frá Skandinavíu og þeim boðin staða á hærri launum.“ Kristín leggur áherslu á það að stór hluti hjúkrunarfræðinga deildarinnar hefur margra ára reynslu og sérnám að baki, auk þess sem aðlögunar- og reynslutími nýrra hjúkrunarfræðinga er tvö ár. Því sé um mjög verðmætt starfsfólk að ræða fyrir stofnunina. „Ég finn einlægan áhuga fólks á þessari vinnu,“ segir hún. „Fólk er togað á milli þess að sækja sér vinnu í Skandinavíu og að vera hér heima áfram að sinna skjólstæðingum okkar. „Okkur gefinn fingurinn með lagasetningu“Hildur Dís Kristjánsdóttir, starfandi hjúkrunarfræðingur á deildinni, tekur undir það að starfsfólk sé ansi smeykt við að samningar takist ekki og sé byrjað að hugsa um að segja upp. Hún hafi sjálf leitt hugann að því. „Það er búið að vera mjög mikið álag hérna á gjörgæslunni og þeir sem eru mest búnir að vinna hérna síðan verkfallið byrjaði eru eiginlega bara orðnir bugaðir,“ segir Hildur Dís. „Ég held að það séu einhverjir sem eru komnir það langt í þessu ferli að þeir muni ekkert hætta við þó að það semjist. Það þarf að koma ansi góður samningur til að þeir komi til baka.“ Hún segir að allir væru þegar farnir ef ekki væri jafn gaman í vinnunni og raun ber vitni. Mikill samhugur sé meðal hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem hafi undanfarið reglulega hist utan vinnu til að stappa í hvort annað stálinu og halda hópnum saman. „En það er komin þreyta og maður sér að glampinn er farinn úr augunum á mörgum,“ segir Hildur. „Ef það kæmi lagasetning, myndi okkur bara finnast að það væri verið að gefa okkur fingurinn. Ríkið er vinnuveitandinn okkar, það er vinnuveitandinn sem væri að setja á okkur lög.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36
Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22
Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18
Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21