Starfsfólki Landspítalans heitt í hamsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júní 2015 21:00 Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar. Verkfall 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar.
Verkfall 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira