Uppsagnir myndu lama Landspítalann Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. júní 2015 19:30 Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira