Golden State í lykilstöðu | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 07:41 Kóngur í ríki sínu. Golden State vann í nótt með Steph Curry fremstan í flokki. Vísir/Getty Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins: NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins:
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti