Golden State í lykilstöðu | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 07:41 Kóngur í ríki sínu. Golden State vann í nótt með Steph Curry fremstan í flokki. Vísir/Getty Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins: NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins:
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira