Innlent

Enn berast uppsagnir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Enn berast uppsagnir til deildarstjóra Landspítalans og von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. Líkur eru á að heilu og hálfu deildirnar muni segja störfum sínum lausum og er andrúmsloftið á Landspítalanum þungt þessa stundina.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir ekki liggja fyrir hversu margar uppsagnir hafa borist í dag en unnið sé að því að taka þær upplýsingar saman. Hún segist vonast til að samningar náist, en deiluaðilar hafa frest til 1. júlí til að ná samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur sem Vísir talaði við í dag sagði mikla sorg ríkja á Landspítalanum. Umræða um uppsagnir verði sífellt háværari.

Ekki er búið að boða til fundar í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins en ríkissáttasemjari hefur boðað formenn samninganefndarinnar á stöðumatsfund klukkan tíu í fyrramálið. Jafnframt hefur formaður samninganefndar BHM verið boðaður á slíkan fund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×